fbpx

Konto kröfur – í gegnum Arion banka

Þegar notandi vill sjá sýnar kröfur í sínum netbanka (en er ekki hjá Arion banka).

Til að einfalda allt ferlið við að virkja bankatengingu þá fórum við þá leið að semja við Arion banka um eina tengingu fyrir okkar viðskiptavini sem gerir þeim kleift senda reikning í netbanka (kröfu) sem birtast greiðanda í hvaða netbanka/bankappi sem er.

  • Áður kallaði bankatenging á gerð innheimtusamings við þinn viðskiptabanka og að slá inn netbankaupplýsinga í Konto - sem var eitthvað sem vafðist fyrir mörgum.  


Þín tenging í gegnum Konto kröfur býr ekki til nýtt viðskiptasamband við Arion. Heldur ert þú að veita okkur umboð til að nota bankatengingu Arion til að stofna kröfur í þínu nafni í svokölluðum kröfupotti Reikningsstofu bankanna (sem aðeins bankarnir hafa beinan aðgang að). Við kaupum því kröfur af Arion og seljum okkar viðskiptavinum. 

  • Þú getur fengið fjárhæð vegna kröfu greidda inn á hvaða bankareikning sem þú vilt, óháð viðskiptabanka. 

Mögulegt er að sjá helstu upplýsingar um kröfuna með því að smella á Yfirlit reikninga og smella þar á "Konto krafa [037066xxxxxx]" til að opna glugga með upplýsingar um stöðuna í bankanum. Þegar reikningurinn er kominn í innheimtuferli þá breytist þessi hlekkur og opnar yfirlit innheimtu gluggann.

En ef þú vilt skoða þínar kröfur þá eru þær aðeins sýnilegar sendanda reiknings/þér í netbanka Arion - þar sem kröfurnar er stofnaðar í gegnum Arion. Hér er hlekkur til að stofna aðgang að netbanka Arion: https://www.arionbanki.is/bankinn/stofna-til-vidskipta/fyrirtaeki/?