Site icon Konto – Faglegir rafrænir reikningar

Hverjar eru áskriftarleiðirnar hjá Konto og hvernig virka þær?

Þú byrjar í ókeypis áskriftarleið (Grunnur) sem felur í sér 3 reikninga á mánuði. Svo getur þú valið að fara í greidda áskrift sem felur í sér fleiri reikninga á mánuði og ýmsa viðbótarvirkni og/eða keypt auka inneign fyrir reikningagerð. Auka inneign færist á milli mánaða og gildir í 4 ár.

Hér er hægt að skoða verðskrá og einfalt yfirlit: https://heim.konto.is/pricing/

Grunnur

Grunnur áskrift er fyrir þá sem þurfa að senda allt að 3 reikninga (XML eða PDF) á mánuði og þurfa enga viðbótarþjónustur. Kröfustofnun (reikningur í netbanka) innifalin og hægt að kaupa staka reikninga. Grunnur áskriftin er ókeypis.

Fræ

Fræ áskrift er fyrir þá sem þurfa að senda allt að 10 reikninga á mánuði. Allt það sama og í Grunnur áskriftinni innifalið auk m.a. skýrslur, hreyfingalisti, áskriftarreikningar og kostnaðarskráning. Fræ áskriftin er 1.990 + VSK á mánuði.

Sprotar

Sprotar áskrift er fyrir þá sem þurfa að senda allt að 25 reikninga á mánuði. Allt það sama og í Fræ áskriftinni innifalið auk m.a. aðstoðar í símaþjónustu og möguleika á að senda pantanir. Sprotar áskriftin kostar 4.490 + VSK á mánuði.

Vöxtur

Vöxtur áskrift er fyrir þá sem þurfa að senda allt að 50 reikninga á mánuði. Allt það sama og í Sprotar áskriftinni innifalið auk möguleika á að tengja eigin SMTP þjónustu og þá senda reikninga frá eigin léni. Vöxtur áskriftin kostar 7.990 + VSK á mánuði.

Sérlausnir

Sérlausnir áskriftin innifelur 150 reikninga á mánuði. Allt það sama og í Vöxtur áskriftinni er innifalið auk tengingar við ökutækjaskrá og annarra sérsmíðaðra tenginga. Hafðu samband og við finnum lausnina fyrir þig. Sérlausnir áskriftin kostar 14.490 + VSK á mánuði.

Kaupa auka inneign fyrir reikningaútgáfu

Þú getur valið hversu mikið af auka inneign þú vilt kaupa. Þeim mun fleiri sem þú kaupir, þeim mun ódýrara er stykkjaverðið.

Auka inneign færist á milli mánaðar (gildir í 4 ár), svo þú getur notað hana hvenær sem þér hentar.

Það hentar mörgum að vera í greiddri áskrift en síðan kaupa auka inneign þegar þörf er á, t.d. ef þú sendir mis marga reikninga eftir mánuðum eða sendir mjög marga reikninga (t.d netverslanir).

Exit mobile version