Keyra inn söluskýrslu í DK
LEIÐBEININGAR
1. Sækja söluskýrslu í Konto
Til að færa inn upplýsingar um sölureikninga úr Konto í DK þá þarf að byrja á því að
sækja söluskýrslu í Konto. Það er gert undir Aðgerðir og umsjón - Skýrslur.
Þar velur þú tímabil, hakar í "Excel fyrir DK bókhald" og “Sækja skrá” og smellir loks á
opna.
Svo þarftu að opna skrána í tölvunni þinni í Excel og vista þar skrána sem csv. skrá.
2. Keyra inn söluskýrsluna í DK
Í DK þarf að velja: DK Sölureikningar > Vinnslur > Innlestur sölureikninga > CSV innlestur sölureikninga.
næst þarf að velja csv. skrána með því að smella á "Velja slóð".
1.Haka við CSV skráin er með dálkafyrirsagnir í fyrstu röð
2.Haka við sölureikningar.
3.Velja dagsetningu (ágætt að setja síðasta dag mánaðarins sem verið er að færa).
4.Fylla út númer fyrir sölumann
5.Haka við “Einingarverð með vsk”
Síðan er mikilvægt að haka við alla eftirfarandi dálka (og enga aðra):
1. Skuldunautur | 2. Tilvísun | 3. Vörunúmer | 4. Magn |
5. Einingaverð | 6. Afsláttarprósenta | 7. Skýringartexti 1 | 8. Skýringartexti 2 |
9. Vörulýsing 2 | 10. Dagsetning | 11. Gjaldmiðill | 12. Vörulýsing |
Ef vara er ekki til í DK þá kemur villa og DK bendir þér á línuna í skýrslunni sem þú þarft
að skoða. Búa þarf þá til viðkomandi vöru (eina eða fleiri) sem vantar.
ATH
söluskýrsla sýnir alltaf verð á vöru með vsk (ef við á) en vsk prósenta kemur ekki fram
í skýrslunni sjálfri þar sem það er skráning vöru í DK sem ræður. Viðkomandi vara þarf því
að vera til í DK þegar skýrslan er keyrð inn. Ef varan er skráð með vsk í DK þá reiknast
skatturinn (24% eða 11%) af línufjárhæð og bæði verð án og með vsk kemur fram á færslu
(reikningi) í DK.
Ef skuldunautur er ekki til í DK þá kemur villa. DK sýnir þér lista yfir kennitölur
skuldunauta sem vantar. Stofna þarf þá skuldunauta sem vantar og byrja aftur að sækja
skrána. Skráin uppfærist ef hún er villulaus.
Þegar innlestri er lokið þá þarf að prenta sölureikninga, hægt að velja að sendist ekki á
prentara.
Ef notuð er söludagbók þá þarf að uppfæra hana (þægilegt að nota söludagbók og fá
mánaðarsölu í einni tölu inn í DK).
Viðbótarupplýsingar
Hver lína í reikningi verður sér reikningur í DK. Sem dæmi ef ég gef út sölureikning í Konto
með 3x vörum/línum þá verða til 3x reikningar í DK við innkeyrslu á skýrslunni. En það
kemur ekki að sök því:
1. Á reikningum sem verða til í DK kemur fram "Ekki frumrit. Flutt úr reikningakerfi Konto. Reikningur nr. [reikningsnúmer].”
2. DK dregur saman alla reikninga/færslur á sömu dagsetningu þegar hreyfingarlisti er útbúinn. Niðurstöðutalan í hreyfingarlista er því sú sama og gerir þér kleift að stemma á móti innborgun.
3. Sækja innborganir í DK eftir innkeyrslu á söluskýrslu
Innborganir sóttar í bankann en þær uppfærast ekki beint í dagbók heldur koma framm í
Sóttar innborganir með óþekkt kröfunúmer. Ýta á F5 valmynd og velja “stofna kröfur út
frá innborgunum”. Velja þar gjalddaga frá og til, hafa dagsetningar þannig að þær taki
örugglega allar kröfur, t.d. frá 01.01.2020.
Ath. kennitala greiðanda þarf að vera til í kerfinu, en ætti að vera það eftir að
söluskýrslan var keyrð inn. Ef einhverjar innborganir sitja eftir þar sem vantar kennitölu
þá þarf að stofna í skuldunautum og fara aftur í að stofna kröfur út frá innborgunum.
Loks þarf að fara aftur í Sóttar innborganir. Ýta á F5 og velja „bóka innborganir", velja
greiðslumáta IB og staðfesta með F12
Nú á að vera komin dagbók með innborgunum sem þarf að uppfæra eins og venjulega.