fbpx

Um Konto

Konto var stofnað árið 2017 til að mæta þörf fyrir einfalt reikningakerfi sem gæti leyst helstu þarfir þeirra sem væru að stíga sín fyrstu skref í rekstri. Á þeim tíma þá lifðu handskrifaðir reikningar góðu lífi og vildum við hjálpa okkar viðskiptavinum að færa sig frá þeim og yfir í rafræna reikninga. Enda eru rafrænir reikningar umhverfisvænni valkostur og betri bæði fyrir seljanda og greiðanda, þar sem þeir eru pappírslausir og bjóða upp á rafræna sendingu og sjálfvirka móttöku/úrvinnslu.

Viðtökurnar frá stofnun hafa verið vonum framar og eigum við í dag frábæran hóp viðskiptavina (30þ skráðir notendur í nóvember 2023) sem margir hverjir eiga þónokkuð í Konto eins og það lítur út í dag. Frá fyrsta degi höfum við tekið öllum ábendingum um breytingar og viðbætur fagnandi. Við höfum þó því miður ekki getað orðið við þeim öllum enda er okkar leiðarljós að halda Konto eins einföldu og notendavænu og mögulegt er.

Við hlökkum til að halda áfram að þjóna okkar viðskiptavinum um ókomna tíð og vonandi einfalda þeim lífið.

about-1
about-1
mundi


Guðmundur Kárason
Framkvæmdastjóri
mundi@konto.is

stjani


Kristján Gunnarsson
Viðskiptastjóri
stjani@konto.is

steini


Þorsteinn Gestsson
Rekstrarstjóri
steini@konto.is

ari-3


Ari Kristjánsson
Notendaþjónusta
support@konto.is

Okkar gildi

about-ball

Einfaldleiki

Við leitumst við að Konto sé eins einfalt og mögulegt er, enda nóg annað sem fólk í rekstri þarf að hugsa um
about-ball

Þjónusta

Við erum til staðar fyrir okkar viðskiptavini og reynum ætíð að bregðast hratt við og leysa málin farsællega
about-ball

Sanngirni

Við reynum alltaf að koma til móts við okkar viðskiptavini og halda kostnaði í lágmarki
about-form

Sendu okkur línu

Ertu með spurningu eða langar að segja hæ? Við viljum gjarnan heyra frá þér

    Við svörum fyrirspurnum hratt og vel, í síðasta lagi innan sólarhrings.