fbpx

Skilmálar

privacy-icon
privacy-icon
Uppfært 23. janúar 2023

1. Almennt

Hér að neðan koma fram skilmálar sem eiga við um aðgang þinn og notkun á konto.is sem íslenska einkahlutafélagið Konto ehf. (Konto), kt. 480402-2940, á og rekur.

2. Þjónusta sem veitt er á konto.is

Inn á vefsvæðinu konto.is geta notendur útbúið og sent rafræna reikninga, auk þess að stofna kröfur til birtingar í netbanka, í reikningakerfi Konto. kerfið uppfyllir kröfur reglugerðar nr. 505/2013 um rafræna reikninga o.fl. hvað varðar reikningakerfi og rafræna reikninga

3. Notkunarskilmálar

1. Samþykki notkunarskilmála
Ef þú óskar eftir því að gerast notandi og nýta þér þjónustu konto.is, þá verður þú að lesa þessa skilmála og samþykkja við skráningu.

Öll notkun vefsins takmarkast við þær þjónustur sem í boði eru á hverjum tíma og íslensk lög.

2. Persónuvernd
Konto starfar að öllu leyti í samræmi við íslensk lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Konto hefur tilkynnt Persónuvernd um starfsemi sína í samræmi við ákvæði laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Nánar má lesa um hvernig Konto vinnur með persónuupplýsingar þínar í Persónuverndarstefnu Konto hér að neðan.

3. Aðgangur að þjónustunni og aðgangsupplýsingar þínar
Þú ert ábyrg(ur) fyrir því að tryggja leynd um innskráningarupplýsingar þínar, þ.e. lykilorðs þíns sem gerir þér mögulegt, ásamt notandanafni þínu (netfangi), að innskrá þig á konto.is. Hið sama á við séu notuð rafræn skilríki (auðkenningarleið island.is) eða auðkenning með Facebook eða Google (hér eftir vísað til sem aðgangsupplýsingar þínar).

Ef þú verður á einhvern hátt var við að óviðkomandi aðili hafi komist yfir aðgangsupplýsingar þínar þá skaltu okkur strax vita með því að senda tölvupóst á support@konto.is.

Með því að láta Konto í té netfang þitt samþykkir þú að Konto megi senda þér tilkynningar á netfang þitt í tengslum við aðgang þinn að konto.is. Þú getur hvenær sem er afskráð þig af póstlista, vegna allra eða hluta af tilkynningum.

Réttur þinn til að fá aðgang að og nota konto.is er bundinn við þig og þér er ekki heimilt að flytja þann rétt til annars aðila. Þér er þó heimilt að veita aðilum sem þú hefur falið gerð reikninga, færslu bókhalds eða endurskoðun aðgangsupplýsingar þínar, á eigin ábyrgð.

Aðgangur þinn að konto.is gæti rofnað af og til af ýmsum ástæðum, t.d. vegna vélbúnaðarbilana, tæknilegra bilana, hugbúnaðarvillna, kerfisuppfærslna, eða vegna aðgerða sem Konto kann að kjósa að grípa til. Konto ber ekki ábyrgð á tjóni sem slíkt kann að valda, sbr. 10. gr.

4. Útgáfa og sending reikninga
Á konto.is geta notendur gefið út og sent rafræna reikninga. Notendur hafa val um að senda reikningana sem rafrænt pdf. skjal á netfang móttakanda eða í gegnum skeytamiðlara beint inn í viðskiptakerfi móttakanda.

Konto.is rafrænt undirritar alla reikninga sem sendir eru út á pdf. formi til að tryggja áreiðanleika skjalsins.

Konto.is notast við skeytamiðlara Advania og ber ekki ábyrgð á að reikningar sem sendir eru með þeim hætti skili sér með réttum hætti. Konto mun þó ætíð bregðast við komi tilkynning frá skeytamiðlara um að reikningur hafi af einhverjum ástæðum ekki skila sér og láta notanda vita, ef á. Verði notandi var við að reikningar sem sendir eru í gegnum skeytamiðlara skili sér ekki með réttum hætti þá skal hann hafa samband með að senda tölvupóst á netfangið konto@konto.is.

Á konto.is geta notendur stofnað kröfu í netbanka greiðanda sjálfkrafa við útgáfureiknings.

5. Þóknun og áskriftarleiðir
Grunnþjónusta (Ókeypis áskriftarleið) að konto.is er ókeypis. Greiða ber fyrir aðrar þjónustur konto.is samkvæmt verðskrá hverju sinni. Keypt auka inneign fyrir reikningagerð gildir í 4 ár frá kaupdegi.

Greiðslur til Konto fara fram með greiðslu á kröfu í netbanka.

Hugsanlegar breytingar á áskriftarleiðum sem leiða til hækkunar á greiðslum notenda verða tilkynntar á tölvupósti með a.m.k. 15 daga fyrirvara.

6. Tilkynningar með tölvupósti

Af og til kann Konto að senda þér tilkynningar á tölvupósti vegna skráningar og aðgangs þíns eða notkunar á konto.is

Þar sem tilkynningar í tölvupósti eru ekki dulkóðaðar munu þær aldrei innihalda lykilorðið þitt. Í þeim tilfellum sem þú gleymir lykilorði þínu getur þú þó fengið sendan hlekk á netfang þitt á slóð sem gerir þér kleift að búa til nýtt lykilorð.

7. Hugverkaréttindi
Allt innihald vefsvæðisins konto.is, þar með talið útlitshönnun (t.d. texti, grafík, myndir, vörumerki), ljósmyndir, hugbúnaður, ritstýrt efni, tilkynningar og annað efni er varið samkvæmt höfundarréttar- og vörumerkjalögum.

Innihald konto.is er eign Konto eða notað samkvæmt leyfi frá hugbúnaðar-, gagna- eða efnisveitum sem Konto á í viðskiptasambandi við. Konto veitir þér leyfi til að skoða og nota konto.is samkvæmt þessum skilmálum. Þú mátt eingöngu sækja eða prenta afrit af upplýsingum og efni á konto.is til þinna persónulegu nota sem ekki eru í fjárhagslegum tilgangi í samræmi við II. kafla höfundalaga, að undanskilum þínum eigin upplýsingum s.s. útgefnum reikningum og færsluyfirlit. Öll dreifing, endurútgáfa eða rafræn afritun af innihaldi konto.is, hvort heldur sem er að hluta til eða heild, eða í einhverjum öðrum tilgangi er þér með öllu óheimil nema með skriflegu samþykki Konto.

Um brot gegn þessari grein fer skv. ákvæðum 10. gr.

8. Aðgangstakmarkanir
Þú samþykkir hér með að þú munt ekki nota neins konar sjálfvirkan hugbúnað, forrit eða annars konar sjálfvirkar aðferðir til að fá aðgang, afrita eða fylgjast með nokkrum hluta af vefsvæði konto.is nema með skriflegu leyfi Konto og / eða ef slík þjónusta hafi verið keypt af Konto.

Þú samþykkir einnig að þú munt ekki nota neins konar forrit, hugbúnað eða annars konar aðferðir til að heimsækja, nota eða leita að gögnum á vefsvæði konto.is nema með almennum vöfrum (t.d. Firefox eða Google Chrome) og almennum leitarvélum (t.d. Google eða Bing).

Þú samþykkir einnig að þú munt ekki senda nokkurs konar skrá eða gögn á vefsvæði Konto sem gæti flokkast sem einhverskonar tölvuvírus, tölvuormur eða tróju hestur eða inniheldur einhverskonar skaðlega eiginleika eða sem gæti á einhvern hátt truflað eðlilega virkni konto.is eða þjónustunnar.

Þú samþykkir ennfremur að þú munt ekki reyna á nokkurn hátt að sækja, birta eða greina (e. reverse engineer) á annan hátt undirliggjandi forritskóða (e. source code) út frá þeim hugbúnaði sem er notaður á konto.is. Ef notandi fær að öðrum ástæðum aðgang að undirliggjandi forritunarkóða, s.s. vegna bilunar þá ber honum að tilkynna slíkt til vefstjóra (konto@konto.is). Um slík tilvik gilda jafnframt ákvæði 1. málsliðar.

Um brot gegn þessari grein fer skv. ákvæðum 10. gr.

9. Takmörkun ábyrgðar
Konto ber ekki ábyrgð á óþægindum eða tjóni sem orsakast beint eða óbeint vegna bilunar í tölvubúnaði og/eða hugbúnaði fyrirtækisins eða notanda eða af öðrum orsökum, sem kunna að valda því, að upplýsingar séu ekki réttar eða að notandi nái ekki að tengjast þjónustunni. Konto ber ekki ábyrgð á óþægindum eða tjóni sem kann að orsakast beint eða óbeint vegna galla eða bilunar í endabúnaði, tengingu við veraldarvefinn, þeim hugbúnaði sem nauðsynlegur er til tengingar við vefsvæði Konto, vafra eða stýrikerfi notanda eða tölvukerfi Konto, eða af öðrum þeim orsökum sem kunna að valda því að aðgerðir á konto.is geta ekki farið fram eða verða með öðrum hætti en til var ætlast s.s. vegna tæknibilana, villna í gögnum eða truflana í rekstri tölvukerfa. Konto ber ekki ábyrgð á tjóni sem hlýst af vanþekkingu, misskilningi eða misnotkun notanda eða annars aðila með eða án umboðs notanda. Konto ber ekki ábyrgð á tjóni sem rekja má til rangra aðgerða notanda eða annars aðila. Konto ber ekki ábyrgð á tjóni sem rekja má til utanaðkomandi atvika t.d. bilana, rangra utanaðkomandi upplýsinga o.þ.h. Ennfremur ef rekja má tjónið til atvika sem stafa af náttúruhamförum, styrjöldum, verkföllum eða vegna atriða sem talin verða falla undir óviðráðanleg tilvik (force majeure).

10. Lokun aðgangs, gildistími skilmála og breytingar á skilmálum
Konto áskilur sér rétt til þess að grípa til hvaða aðgerða sem teljast nauðsynlegar til að bregðast við brotum gegn skilmálum þessum, þ.m.t. tafarlaus lokun á aðgangi viðkomandi.

Þessir skilmálar gilda um alla notkun þína á konto.is. Þú getur lokað aðgangi þínum að konto.is með því að senda beiðni um slíkt á konto@konto.is á. Þegar þú lokar aðgangi þínum eyðir Konto öllum þínum gögnum og upplýsingum, ef þú óskar þess. Vakin er athygli á því að útgefanda reiknings ber skv. bókhaldslögum, sbr. reglugerð um rafræna reikninga, rafrænt bókhald o.fl. að geyma á gagnamiðli í sjö ár útgefna rafræna reikninga.

Konto er hvenær sem er, og án fyrirvara, einhliða heimilt að loka aðgangi þínum að konto.is. Verður þér þá send tilkynning þess efnis á netfangið sem þú gafst upp við skráningu, t.d. ef þú verður uppvís að misnotkun eða hefur brotið í bága við eitthvert ákvæði þessara skilmála, eða ef þú hefur hegðað þér á þann hátt að augljóst sé að þú ætlir ekki eða getir ekki uppfyllt ákvæði þessa skilmála. Ef grunur vaknar að um lögbrot sé að ræða þá áskilur Konto sér rétti til tilkynna slíkt til yfirvalda.

Konto kann að breyta þessum skilmálum af og til. Breytingar á skilmálum þessum verða tilkynntar notendum að undanskildum minniháttar leiðréttingum.

11. Lögsaga og gildandi lög
Um skilmálar þessa gilda íslensk lög. Ef eitthvert ákvæði skilmála þessara verður dæmt ógilt, ólöglegt eða óhæft til fullnustu, dregur það ekki á neinn hátt úr gildi, lögmæti eða fullnustuhæfi annarra ákvæða skilmálanna. Þú samþykkir að ef Konto nýtir sér ekki einhvern rétt sinn sem hlýst af þessum skilmálum að þá skal ekki túlka það sem afsal þess réttar. Rísi mál út af skilmálum þessum skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

4. Persónuverndarstefna

Hér að neðan kemur fram hvernig við meðhöndlum þær persónuupplýsingar sem við geymum um þig og hver réttindi þín eru varðandi þær.

Við heitum því að gæta fyllsta trúnaðar og virða rétt þinn varðandi meðferð persónuupplýsinga þinna. Stefna þessi tekur til persónuupplýsinga hvort sem þeim er safnað og þær varðveittar með rafrænum hætti, á pappír eða með öðrum hætti. Stefnan tekur til skráningar, vörslu og vinnslu persónuupplýsinga.

Með ,,þjónustunni” er í stefnu þessari átt við upplýsingar, verkfæri og virkni á vefnum konto.is sem gera þér m.a. kleift að útbúa og senda rafræna reikninga og stofna kröfur í netbanka.

1. Hvaða upplýsingum söfnum við um þig og hvernig?
Persónuupplýsingar eru hvers kyns upplýsingar um einstakling sem gera mögulegt að persónugreina hann, beint eða óbeint. Við notum persónuupplýsingar alla jafna í þeim tilgangi að virkja aðgang þinn að þjónustunni, veita þér upplýsingar um hana og bæta hana.Við einkum söfnum eftirfarandi persónuupplýsingum um þig:

• Tengiliðsupplýsingar. Nafn, kennitala, heimilisfang, netfang og símanúmer. Þetta gerum við til þess að geta auðkennt þig, gera þér kleift að innskrá þig á konto.is og geta átt við þig samskipti vegna þjónustunnar. Upplýsingarnar fáum við frá þér þegar þú skráir þig á konto.is sem notandi.
• Greiðsluupplýsingar. Þú getur valið að skrá hjá okkur bankanúmer og/eða Paypal reikning sem þá birtist á þeim reikningum sem þú sendir þínum viðskiptavinum.
• Samskiptasaga. Þegar þú hefur samband við okkur, s.s. óskar eftir upplýsingum, kemur athugasemdum á framfæri, sendir kvörtun eða beiðni, með tölvupósti eða í síma.
• Tæknileg gögn. Þegar þú heimsækir vefsíður okkar þá söfnum við gögnum sjálfkrafa sem fela í sér upplýsingar eins og IP-tölu, tegund vafra, auðkenni tölvunnar og tölvukerfi. Einnig eru skráðar upplýsingar um að þú tengist vefsíðunni okkar í gegnum hlekk og þá af hvaða vefsíðu, hvernig þú notar vefsíðuna, tíma og dagsetning heimsóknar, þann tíma sem þú varðir á þessum síðum. Slíkum upplýsingum kann að vera safnað með notkun vefkaka (e. cookies).

2. Heimildir Konto fyrir vinnslu persónuupplýsinga
Notkun þeirra persónuupplýsinga sem við höfum undir höndum fer eftir því í hvaða tilgangi þeirra er aflað. Við vinnum til að mynda persónuupplýsingar til að:
• Uppfylla samningsskyldur. Konto vinnur persónuupplýsingar sem við söfnum frá þér til að uppfylla og viðhalda samningssambandi og samningsskyldum okkar við þig. Tilgangur vinnslunnar er einkum að gera þér kleift að stofna aðgang, nota þjónustuna á grundvelli skilmála Konto, halda utan um notkunarsögu þína og tryggja öryggi þjónustunnarinnar. Einnig eru upplýsingarnar notaðar til að tryggja gæði og virkni þjónustunnar, t.d. ef þörf krefur vegna stoðþjónustu og bilanagreiningu.
• Á grundvelli samþykkis. Við vinnum aðeins með persónuupplýsingar þínar í lögmætum tilgangi eða samkvæmt upplýstu samþykki. Bein markaðssetning Konto gagnvart öðrum en viðskiptavinum kallar á samþykki viðkomandi. Konto kann að hafa samband við þig í viðskiptalegum tilgangi veitir þú samþykki fyrir því. Við munum ekki nota upplýsingarnar í öðrum tilgangi án þess að afla sérstaklega samþykkis notanda fyrir slíkri vinnslu.

3. Hverjir vinna með persónuupplýsingarnar þínar?
Að því marki sem nauðsynlegt er til að framfylgja samningsskyldum okkar við þig, hafa starfsmenn Konto aðgang að persónuupplýsingum. Auk þess hafa þjónustuaðilar Konto, sem vinna persónuupplýsingar í okkar þágu, aðgang að persónuupplýsingum. Það eru einkum fyrirtæki sem veita upplýsingatækniþjónustu, banka- og fjármálaþjónustu, innheimtuþjónustu, sölu- og markaðsþjónustu. Auk þess ber Konto skylda til að veita opinberum aðilum aðgang að persónuupplýsingum á grundvelli lagaskyldu, s.s. skattyfirvöldum, eftirlitsaðilum, lögregluyfirvöldum, skiptastjórum og dómstólum.

4. Miðlun utan evrópska efnahagssvæðisins (EES)
Konto notast við þjónustuaðila í Bandaríkjunum, einkum í tengslum við markaðssetningu, og miðlar því persónuupplýsingum til landa utan EES-svæðisins í einhverjum tilfellum. Konto ber ábyrgð á því að tryggja að viðeigandi verndarráðstafanir séu til staðar við miðlun persónuupplýsinganna svo fullnægjandi vernd persónuupplýsinga þinna sé tryggð. Því miðlar félagið aðeins persónuupplýsingum til aðila sem falla undir reglur um friðhelgisskjöld (Privacy Shield).

5. Hversu lengi eru persónuupplýsingarnar varðveittar?
Persónuupplýsingar eru varðveittar á meðan viðskiptasamband varir og lög mæla fyrir um eða viðskiptahagsmunir Konto krefjast og málefnaleg ástæða þykir til. Að jafnaði eru persónuupplýsingar sem falla undir lög um bókhald varðveittar í sjö ár frá sérhverjum viðskiptum. Þegar upplýsingar eru ekki lengur nauðsynlegar til að uppfylla samningsbundnar skyldur Konto við þig eða til að uppfylla lagaskyldu er þeim eytt. Þó varðveitum við upplýsingar sem hafa sögulegt gildi fyrir Konto.

6. Réttindi þín
Þú nýtur ákveðinna réttinda samkvæmt lögum í tengslum við vinnslu Konto á persónuupplýsingum um þig. Í þeim felst réttur til að óska eftir:
• upplýsingum um hvernig Konto vinnur persónuupplýsingar og fá afrit af þeim,
• því að Konto eyði um þig upplýsingum, leiðrétti óáreiðanlegar persónuupplýsingar eða fullgeri ófullkomnar persónuupplýsingar,
• því að Kontó takmarki vinnslu í ákveðnum tilfellum og
• því fá persónuupplýsingar á aðgengilegu og tölvutæku sniði.

Rétt er að taka fram að Konto er heimilt í afmörkuð tilfellum að hafna því að persónuupplýsingum um þig sé eytt, þær fluttar eða að þú fáir aðgang að gögnum. Konto mun eftir bestu mögulegri getu tryggja að upplýsingar um notandann séu áreiðanlegar og uppfærðar þegar þess þarf.

Þú átt einnig rétt til að andmæla vinnslu persónuupplýsinga í ákveðnum tilvikum:
• vinnslu Konto á persónuupplýsingum í þágu beinnar markaðssetningar og
• vinnslu Konto á persónuupplýsingum á grundvelli lögmætra hagsmuna þeirra.

Konto mun hætta vinnslu persónuupplýsinga ef þú andmælir vinnslu þeirra í fyrrgreindum tilvikum nema lagaskylda hvíli á Konto eða lögmætir hagsmunir gangi framar hagsmunum þínum.

Þér er ávallt heimilt að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd ef þú telur að vinnsla Konto brjóti gegn lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

7. Öryggi og vernd persónuupplýsinga
Konto hefur gert viðeigandi ráðstafanir til að tryggja fyllsta öryggi persónuupplýsinga þinna gegn misnotkun, röskum, tjóni og óheimilum aðgangi, breytingum eða birtingu. Ráðstafanir Konto til að tryggja öryggi eru fólgnar í:
• innleiðingu tæknilegra og skipulagslegra ráðstafana sem ætlað er að tryggja viðvarandi trúnað, uppitíma, rekstraröryggi og álagsþol vinnslukerfa og þjónustu,
• stýringu aðgengis einstaklinga að starfstöð okkar,
• stýringu aðgengis starfsmanna og annarra að kerfum sem hafa að geyma persónu¬upplýsingar,
• að tryggja að þjónustuaðilar okkar sem hafa aðgang að persónuupplýsingunum notenda, hafi gert viðeigandi verndarráðstafanir til að tryggja öryggi persónuupplýsinga og
• dulkóðun persónuupplýsingar notenda.

8. Spurningar
Ef þú hefur spurningar, athugasemdir, eða kvartanir fram að færa varðandi þessa persónuverndarstefnu eða meðferð okkar á persónuupplýsingum þá máttu gjarnan senda okkur linu á support@konto.is.