Greiddir reikningar merktir sem ógreiddir í Konto? Svona lagar þú það!
Ef reikningur hefur verið greiddur en er ennþá merktur sem ógreiddur í Konto þá eru almennt tvær ástæður fyrir því:
- Reikningurinn var greiddur með millifærslu: Ef reikningur er greiddur með millifærslu þá þarft þú sjálf(ur) að merkja reikninginn sem greiddur reikningur í Konto. Það gerir þú með að fara í Yfirlit reikningar - velja viðkomandi reikning - Merkja sem greiddur reikningur.
- Reikningur í netbanka (krafa) var greiddur: Þegar reikningur í netbanka er greiddur þá uppfærist staðan reiknings sjálfkrafa í Konto í Greiddur reikningur, en stundum líða nokkrar klukkustundir þangað til staðan uppfærist. Bankarnir munu vonandi bjóða upp á rauntímauppfærslu á greiðslustöðu fyrir árslok 2024.
Ef að valin greiðsluleið er greiðsluhlekkur (kortagreiðsla) þá uppfærist staða reiknings í Konto í greiddur reikningur nánast samtímis og reikningurinn er greiddur.
Reikningar eru ekki sjálfkrafa merktir sem greiddir ef greitt er með millifærslu, PayPal eða Bitcoin.
Hvað geri ég ef að ég sendi reikning í netbanka (kröfu) en viðskiptavinur minn greiddi með millifærslu?
Ef greitt er með millifærslu framhjá kerfinu (reikningur í netbanka ekki greiddur), þá verður þú að merkja reikninginn sjálf(ur) sem greiddur í Konto. Þá fellir kerfið sjálfkrafa niður fyrir þig reikning í netbanka (kröfu). að fella niður kröfuna og merkja reikning handvirkt sem greiddur.