Tasklistinn: verk- og tímaskráning
Konto býður upp á einfalda lausn til að halda utanum verkefni með lýsingu, myndum og tímaskráningu. Notendur geta prófað lausnina frítt í einn mánuð. Lausnin er innifalin fyrir alla þá sem eru í greiddri áskrift (Sprotar, Vöxtur eða Sérlausnir) og kostar ekkert aukalega, óháð fjölda notenda/verkaðila.
Til að virkja, veljið Stillingar > Verk- og tímaskráning
Eftir að hafa virkjað kemstu í Tasklistann beint af stjórnborðinu, eða í gegnum Aðgerðir og umsjón > Tasklistinn
Til þess að búa til nýtt verk, þarf einfaldlega að velja Viðskiptavin og Vöru
Það er svo í boði að vera með stimpla inn/út klukku niður á verk OG skrá handvirkt upplýsingar og tíma til að halda betur utanum hvað var verið að gera hverju sinni.
Gott að geta farið til baka og skoðað söguna undir Verkupplýsingar (smella á verkið). Einnig er hægt að velja helstu aðgerðir, eins og bæta við skráningu eða útbúa nýjan reikning út frá skráningu.
Til þess að útbúa reikning beint frá yfirliti verður að haka í kassann og velja að Stofna Reikning. Ef verkin tilheyra sama viðskiptavin er hægt að velja mörg verk og taka saman til að búa til einn reikning.
Eftir að hafa stofnað reikning fyrir verk, þá hætta þau að birtast undir Verk í gangi og munu vera undir Verk rukkuð nýlega í um tvær vikur, eftir það er hægt að finna þau undir Skoða gömul verk. Alltaf hægt að sjá tengdan reikning og smell á reikningsnúmerið til að opna.