fbpx

Að breyta úr mánaðarlegri áskrift í árlega (eða öfugt)

Til að breyta mánaðarlegri áskrift þinni að Konto í árlega (eða öfugt) þá ferðu inn á Áskriftir og inneignir síðuna. Þar smellir þú síðan á breyta í kassanum sem sýnir upplýsingar um þína áskrift.

Þá opnast þessi síða með upplýsingum um áskriftina þína. Þar smellir þú á Breyta í/úr árlegri greiðslu.

Loks ertu beðinn um að staðfesta þessa breytingu.

Í þessu dæmi eru 13 dagar eftir að núverandi mánaðarlegu áskriftartímabili og mun því reikningur fyrir ársáskrift sendast út að þeim tíma liðnum.