fbpx

Að stofna kröfu

Kröfur birtast greiðendum sem ógreiddur reikningur í þeirra netbanka og banka appi.

Þú getur valið að stofna kröfu á sama tíma og þú gefur út reikning. Þú einfaldlega hakar í reitinn Kröfustofnun í síðasta skrefinu áður en þú sendir reikninginn.

Ef þú vilt alltaf stofna kröfu við útgáfu reiknings hjá ákveðnum viðskiptavini þá ferðu í Viðskiptavinir og velur þar viðkomandi viðskiptavin. Neðst á viðskiptavinasíðunni þarftu síðan að haka í reitinn Kröfustofnun og smella á vista.

Í kjölfarið er alltaf sjálfkrafa hakað við Kröfustofnun í reikningaforminu þegar þú ert að útbúa reikning fyrir viðkomandi viðskiptavin. Þú getur valið að af-haka reitinn í reikningaforminu þegar þú ert að útbúa reikning ef þú vilt ekki senda kröfu með ákveðnum reikningi.

ATH áður en þú getur hafist handa við að stofna kröfur í netbanka samhliða útgáfu reiknings þá þarftu fyrst að virkja kröfustofnun