fbpx

Hvernig bý ég til minn fyrsta reikning?

  1. Velur senda reikning

2. Smellir á veldu viðskiptavin velur skrá nýjan viðskiptavin.

3. Slærð inn kennitölu viðskiptavinar og smellir síðan á sækja í Þjóðskrá (þá útfyllast sjálfkrafa upplýsingar um heimilisfang). Skráir loks netfang viðskiptavinar og velur hvernig þú vilt afhenda honum reikninginn.

Þú getur skráð inn sjálfgefinn gildi (valkvætt) fyrir t.d. greiðslufrest (gjalddaga/eindaga) og hvort þú vilt almennt senda reikninga til þessa viðskiptavinar í netbanka. En þú getur líka alltaf breytt þegar þú ert að senda reikning.

Smellir svo á Vista.

Þá opnast reikningsformið aftur.

3. Þar smellirðu á veldu vöru og velur búa til nýja vöru. Færir svo inn upplýsingar um heiti, verð og vsk prósentu (ef við á). Ef þú vilt að varan vistist á vörulista hjá þér þá hakarðu í það.

Ef þú þarft að setja inn á reikninginn einhverjar ítarlegri upplýsingar, s.s. nánari lýsingu, skilmála eða annað þá þá smellirðu á viðbótarupplýsingar.

4. Smellir svo á Yfirfara og senda neðst á síðunni. Þá opnast forskoðun á reikningum fyrir sendingu.

5. Þar geturðu séð hvernig reikningurinn mun líta út og valið hvort þú viljir senda reikninginn í netbanka greiðanda, merkja hann sem greiddan eða ekki senda hann á tölvupósti.

  • Valmöguleikinn "Ekki senda tölvupóst tilkynningu á viðskiptavin" er sjálfvalinn er valinn sendingarmáti er rafrænn reikningur (XML). Því yfirleitt vilja aðilar sem geta tekið á móti slíkum reikningum aðeins fá þá sem XML en ekki líka sem PDF þar sem það eykur líkur á tvíbókun.

6. Loks ýtir þú á Senda til að gefa reikninginn út.