Hvernig bý ég til reikning skref fyrir skref.
Nýr leiðarvísir hjálpar notendum að komast af stað. En, fyrir þá sem óskað er eftir leiðsögn til að komast af stað í nýju kerfi þá býrðu svona til þinn fyrsta reikning.
- Velur að senda reikning og býrð til viðskiptavin.
2. Lætur inn kennitölu viðskiptavinar og sækir í þjóðkrá. (flestar upplýsingar fyllast sjálfkrafa). Skráir netfang, hvenær reikningar eiga að vera greiddir og hvernig. Velur svo að vista.
3. Býrð til vöru með upphæðinni sem þú ætlar að láta á reikninginn. Skoðar hvort þú viljir bæta einhverju í viðbótarupplýsingar og velur svo að "yfirfara og senda.
4. Að lokum skoðar þú reikninginn og stillir greiðslumáta áður en þú velur svo að senda.
Breyta útliti reiknings
Notendur í greiddri áskrift geta valið á milli sniðmáta fyrir útlit reiknings, breytt litum og stillt stöðuna á sínu vörumerki (logo) með því að velja Stillingar > Mínar reikningsupplýsingar > Viðbótarupplýsingar.