Einföld sölusíða á netinu
Notendur í greiddri áskrift hjá Konto geta með auðveldum hætti búið til sölusíðu fyrir hvaða vöru sem er. Vara í þessu samhengi er þá hvað það sem þú ert að selja s.s. vara, þjónusta, áskrift, námskeið eða ráðstefna. Einnig er hægt að nota sölusíður til að taka á móti frjálsum framlögum.
Þú einfaldlega býrð til vöru í Konto (Vörulisti - Skrá nýja) og smellir svo á vöruna í vörulistanum og velur Smelltu hér til að útbúa söluform eða sölusíðu.
Þá velur þú hvað þú ert að selja, tegundi í boði eru: 1. Lagervara eða þjónusta, 2. Selja áskrift, 3. Námskeið og viðburðir og 4. Frjáls framlög.
1. Lagervara eða þjónusta
Þú setur síðan inn viðeigandi upplýsingar um vöruna og þig sem seljanda. Ef um takmarkað magn er að ræða þá er mikilvægt að setja inn fjölda á lagar (fjöldi eintaka sem er í boði).
Hægra megin á skjánum birtist hvernig sölusíðan mun líta út.
Ef þú vilt setja tilkynningar- og greiðslugjald á reikning í netbanka (kröfu) þá hakar þú í þann reit og velur fjárhæð gjaldsins.
2. Selja áskrift
Þú setur síðan inn viðeigandi upplýsingar um áskriftina sem þú ert að selja og þig sem seljanda. Ef um tímabundna áskrift er að ræða þá er mikilvægt að setja inn rétt magn í reitinn Hversu marga á að senda. Í dæminu hérna fyrir neðan er um að ræða hópaþjálfun í 3 mánuði og er sendur mánaðarlega út reikningur upp á 9.900 kr. fyrir þáttöku.
Hægra megin á skjánum birtist hvernig sölusíðan mun líta út.
Ef þú vilt setja tilkynningar- og greiðslugjald á reikning í netbanka (kröfu) þá hakar þú í þann reit og velur fjárhæð gjaldsins.
3. Námskeið og viðburðir
Þú setur síðan inn viðeigandi upplýsingar um námskeiðið/ráðstefnuna sem þú ert að selja og þig sem seljanda. Hægra megin á skjánum birtist hvernig sölusíðan mun líta út.
Í dæminu hérna fyrir neðan er að um ræða sölu á fjarnámskeið um fyrirtækjarekstur. Hámarksþáttaka er miðuð við 100 manns og er því sett 100 í fjöldi.
Ef þú vilt setja tilkynningar- og greiðslugjald á reikning í netbanka (kröfu) þá hakar þú í þann reit og velur fjárhæð gjaldsins.
Hægt er að skrá marga í einu á námskeið og ef svo er þá birtist neðst á síðunni listi sem hægt er að fylla út um þáttakendur. Sem dæmi ef að vinnuveitandi kaupir námskeið fyrir þrjá starfsmenn.
4. Frjáls framlög
Hægt er að setja upp sölusíðu fyrir frjáls framlög. Í dæminu hérna fyrir neðan var sett inn fjárhæðin 1.000 kr. þegar "varan" Stuðningur við kosningasjóð Langaflokkins var stofnuð. Og kemur þá 1.000 kr. sem tillögð fjárhæð en styrkjendur geta breytt fjárhæðinni að vild.
Þegar sölusíða hefur verið stofnuð
Eftir að þú lýkur því að stofna sölusíðu þá opnast viðmót sem sýnir yfirlit yfir þínar sölu- og skráningarsíður. Þar getur þú skoðað sölusíðurnar þínar, breytt þeim og afritað hlekk til að deila t.d. á samfélagsmiðlum. Fyrir þá sem vilja gera söluformið hluta af sinni vefsíðu þá velja þeir Bæta við mína síðu.
Þá birtist þessi síða sem sýnir þér kóða til að bæta textanum við þína síðu, bæði javakóða og iframe.
Pantanir/skráningar
Viðskiptavinurinn þarf síðan bara að setja inn upplýsingar um sig sem kaupanda og í kjölfarið sendir Konto út bæði sölureikning, stofnar kröfu í netbanka viðskiptavinar og stofnar hann sem viðskiptavin í Konto. Þú færð síðan tilkynningu á tölvupósti um leið og kaupandinn hefur greitt.
Þegar um er að ræða námskeið og viðburði þá getur þú séð lista yfir þá sem eru skráðir og greiðslustöðu með því að smella á yfirlit yfir skráningar.