Að stofna kröfu

Kröfur birtast greiðendum sem Ógreiddur Reikningur í þeirra netbanka og banka appi.

Þú getur valið að stofna kröfu í netbanka greiðanda á sama tíma og þú gefur út reikning. Þá einfaldlega hakar þú í reitinn ,,Kröfustofnun“ í síðasta skrefinu, áður en þú sendir reikninginn. Ef þú vilt alltaf stofna kröfu við útgáfu reiknings hjá ákveðnum viðskiptamönnum þá getur þú valið viðkomandi viðskiptamann undir viðskiptavinir, hakað í reitinn ,,Kröfustofnun“ neðst á síðunni og smellt á vista. Í kjölfarið er alltaf sjálfkrafa hakað við ,,Kröfustofnun“ í reikningaforminu þegar þú ert að útbúa reikning fyrir viðkomandi viðskiptavin. Þú getur þó alltaf valið að afhaka reitinn í reikningaforminu þegar þú ert að útbúa reikning.

Áður en þú getur hafist handa við að stofna kröfur í netbanka samhliða útgáfu reiknings þá þarftu fyrst að virkja Kröfustofnun undir Áskriftir og viðbætur og velja þinn viðskiptabanka. Í kjölfarið sendir Konto tölvupóst á tengilið í þínum viðskiptabanka með upplýsingum um að þú viljir ganga frá innheimtusamningi. Þér er einnig sendur tölvupóstur með öllum nauðsynlegum upplýsingum þegar þú hefur ferlið á Konto.is með því að virkja Kröfustofnun viðbótina.