Áskriftarreikningar
Það verður að virkja Kröfustofnun og vera í greiddri áskrift eins og "FRÆ" eða "SPROTAR" til þess að virkja viðbótina fyrir Áskriftarreikninga.
Með áskriftarreikningum getur þú með sjálfvirkum hætti sent viðskiptavinum þínum reikninga með reglulegu millibili, þ.e. viku-, mánaðar-, ársfjórðungs- eða árlega. Þú getur einnig stofnað kröfu í netbanka í hvert skipti sem áskriftarreikningur er sendur (að því gefnu að þú hafir virkað kröfustofnun). Þú getur valið að slá inn hversu oft reikningurinn á að vera sendur út, t.d. einu sinni næstu tólf mánuði eða haft gildið 0 í reitnum "Fjöldi" og þá sendast reikningarnir út með reglulegum hætti þangað til að þú slekkur á viðkomandi áskriftarreikningi.
Það er mögulegt að tengja upphæðina á áskriftarreikningum við vísitölu neysluverðs með því að haka í reitinn "Tengja við vísitölu neysluverðs" þegar þú útbýrð áætlun fyrir áskriftarreikning. Sjá nánari leiðbeiningar á næstu mynd fyrir neðan.
- Nafn = Hvað á þessi áætlun fyrir reikninga að heita
- Hversu oft á að senda (0 = þar til afvirkjað)
- Hversu reglulega á að senda reikning
- Hvenær á að senda fyrsta reikninginn
- Haka til að tengja verð á reikningi við vísitölu neysluverðs
Næst staðfestir þú áskriftarreikninginn með því að velja viðskiptavin til að senda áskriftarreikning á og vöru til að láta á reikningninn. Að því loknu birtist fyrir þér yfirlit yfir alla ásriftarreikninga sem þú hefur sem þú hefur stofnað.
Hér að neðan sérð þú viðmótið sem birtist kúnnum þínum.
Til þess að slökkva á (eða hætta) útgáfu ákveðin áskriftarreiknings þá ferðu í Aðgerðir og umsjón > Áskriftarreikningar.