Hvernig breyti ég um kennitölu á Konto aðganginum mínum?
Það er almennt ekki í boði lengur að breyta kennitölu á Konto aðgangi eftir að búið er að gefa út reikning eða hafið ferlið fyrir bankatengingu (á annarri kennitölu).
Meginástæðan er sú að skv. bókhaldslögum og reglugerð um rafræna reikninga á númerasería (1,2,3...) að vera óslitin fyrir hverja kennitölu. Þetta er eitthvað sem margir átta sig ekki á og getur valdið vandræðum gagnvart Skattinum.
Það ætti því að vera sér aðgangur fyrir hverja kennitölu í Konto. En hægt er að tengja alla aðgangana við sömu rafrænu skilríkin og eftir rafræna auðkenningu velja þann aðgang sem þú vilt fara inn á, sjá Stillingar - LYKILORÐ OG RAFRÆN SKILRÍKI
En að því sögðu. Ef þú ætlar að nota aðganginn þinn að Konto til framtíðar á kennitölunni sem þú vilt breyta í þá máttu senda okkur hana (ekki í chat)... En þá er ekki hægt að breyta aftur til baka 🙂