Hvernig á að útbúa hreyfingarlista og skýrslur fyrir viðskiptavini í Konto?
Þú þarft að vera í greiddri áskrift að Konto til að getað sótt skýrslur og hreyfingalista.
Hreyfingarlisti fyrir ákveðin viðskiptavin
Til að sækja hreyfingarlista fyrir ákveðin viðskiptavin ferð þú í Viðskiptavinir > velur viðkomandi viðskiptavin > Útbúa hreyfingarlista.
Þú velur síðan það tímabil sem þú vilt útbúa hreyfingarlista fyrir og annað hvort opnar skrána strax (hleður henni niður) eða sendir hana á það netfang sem þú vilt.
Skýrslur (hreyfingarlistar) fyrir sölu og/eða kostnað
Til að útbúa skýrslu fyrir sölu og/eða kostnað fyrir ákveðið tímabil þá velur þú Aðgerðir og umsjón > Skýrslur. Þá birtist þér þetta viðmót:
Hérna hefur þú val um nokkrar tegundir af skýrslum.
PDF skýrsla og VSK skýrsla eru báðar útbúnar sem PDF skrár. Þegar þær eru valdar er aðeins hægt að senda þær á netfang þar sem það tekur smá stund fyrir bakvinnslu að taka saman upplýsingarnar og útbúa skrána.
Aðrar skýrslur, þ.e. csv og excel, er hægt að sækja strax. Ef þú ætlar að vinna með skýrsluna þá mælum við með að sækja Excel workbook. Ef þú vilt hafa skýrsluna einfalda og þarft bara upplýsingar um sölu þá skalt aðeins haka við Sölu- og kreditreikninga.
Ef þú hefur áhuga á að greina söluna nánar er hægt að virkja viðbótina Sölugreining. Með henni bætist við reitur fyrir kostnaðarverð vöru og möguleiki á að reikna framlegð. Sjá Stillingar - Sölugreining.