fbpx

Búa til skýrslur og hreyfingalista

Þegar notendur eru að spurja hvernig hægt er að keyra út skýrslur og/eða hreyfingalista.

Notendur þurfa að vera í greiddri áskrift fyrir viðbótina sem virkja skýrslur og hreyfingalista.

Fyrir skýrslur eða hreyfingalista fyrir einstaka viðskiptavin, veldu þá viðkomandi viðskiptavin undir Viðskiptavinir og veldu þar hnappinn uppi fyrir ÚTBÚA HREYFINGALISTA.

Fyrir skýrslur þvert á alla viðskiptavini, fyrir ákveðið tímabil, veldu þá Aðgerðir og umsjón > Skýrslur. Þar getur þú valið á milli þess að keyra út skýrslur fyrir DK bókhald, sérstaka VSK skýrslur, PDF skýrslur eða CSV / Excel skýrslur fyrir fleiri dálka.

Einnig er í boða að stilla upp skýrslu í áskrift - svo þú eða bókari getið fengið allar upplýsingar afhentar með tölvupósti einu sinni í mánuði.

Ef þú hefur áhuga á að greina söluna nánar er hægt að virkja viðbótina Sölugreining. Með henni bætist við reitur fyrir kostnaðarverð vöru og möguleiki á að reikna framlegð.