Hvernig eyði ég reikning og af hverju er það ekki valmöguleiki?
Það er ekki hægt að eyða reikningum.
Vitlausir reikningar þurfa að vera kreditfærðir til að jafna þá út í bókhaldinu.
Til að gera kreditreikning:
Ferðu í yfirlit reikninga > velur reikninginn > velur aðgerðina "FELLA NIÐUR REIKNING (ÚTBÚA KREDITREIKNING)"
Svo getur þú valið hvort þú viljir kreditfæra hluta af upphæðinni eða allann reikninginn.
Viltu kreditfæra reikninginn að fullu eða bara að hluta? Krafa í netbanka er felld niður í báðum tilvikum.
Að fullu: Reikningurinn núllaður út og merktur sem greiddur.
Að hluta: Ný krafa gefin út fyrir mismun (ef krafa var gefin út fyrir upphaflega reikningnum).
Í næsta skrefi birtast þér drög að kreditreikningi. Ef valið er að kreditfæra að fullu þá er nóg að ýta bara á ÁFRAM og SENDA. Ef valið er að kreditfæra að hluta þá þarftu að breyta drögunum og hafa aðeins inni það sem á að kreditfæra.