fbpx

Gmail SMTP og APP Password

Ef þér tekst ekki að setja upp SMTP þjónustu með google, þá getur ein af þessum leiðum hjálpað þér að koma á tengingu og byrja að senda konto reikninga frá þínu léni.

Fyrir Google Apps Business notendur, er hægt að koma á tengingu með því að opna fyrir "less secure apps" með því að fara í Account stillingar og velja að virkja þennan möguleika.

Fyrir gmail notendur, þá var þessi lausn afvirkjuð 2022 og ný krafa sett um að nýta APP Passwords í staðinn fyrir less secure app leiðina. Til þess að setja upp App Password og senda konto reikninga frá þínu netfangi, fylgdu þessum leiðbeiningum:

  1. Virkjaðu "2-Step Verification" (einnig þekkt sem "Two Factor Authentication")
  2. Veldu að bæta við APP Password fyrir Konto SMTP

Ef "App Passwords" er ekki á yfirlitssíðunni eftir að hafa virkjað #1, þá verður að smella á 2-Step Verification og þar undir er hægt að verlja App Passwords

Svo verður að velja að búa til lykilorð

Svo notar þú þetta lykilorð til að setja upp SMTP í Konto

Fyrir nánari útlistun, sjá þráð hjá Google með hlekk hér fyrir neðan.

https://support.google.com/accounts/answer/185833?hl=en