fbpx

Hlaða inn lista af viðskiptavinum

Á yfirliti Viðskiptavina er valmöguleiki til að hlaða inn lista úr Excel (ath ekki í boði í Grunnur áskrift)

Veldu Excel táknið (X myndin) til að sækja sniðmátið

Settu inn nauðsynlegar upplýsingar um þá viðskiptavini sem þú vilt bæta við og vistaðu skrána

Síðan velur þú að hlaða inn þinni skrá (Choose file), velur skrána og smellir síðan á Hlaða inn lista úr Excel

Kerfið birtir þér síðan staðfestingarskilaboð með upplýsingum um hvernig gekk. Fram kemur hversu mörgum viðskiptavinum var bætt við, hverjir voru þegar til og voru því uppfærðir og að lokum er tekið fram ef einhver villa kom upp - líklegasta skýringin er þá að kennitala hafi ekki verið rétt slegin inn