fbpx

Hvernig á að framkvæma aðgerðir og skoða sögu í yfitliti reiknings.

Með því að smella á viðkomandi reikning í Yfirlit reikninga færð upp yfirlit yfir þær aðgerðir sem þú getur framkvæmt ásamt sögu reiknings.

Vinstra megin á skjánum koma fram allar aðgerðir sem þú getur framkvæmt vegna viðkomandi reiknings fyrir neðan það á skjánum kemur fram saga reiknings og hæramegin kemur PDF mynd af reikningnum.

UM AÐGERÐIR REIKNINGS

Almennar aðgerðir:

  1. Senda Aftur: Smelltu hér til að senda reikninginn aftur sem viðhengi með tölvupósti.
  2. Skoða kröfu: Smelltu hér til að skoða upplýsingar um kröfuna.
  3. Útbúa nýjan reikning sem er eins og þessi: Smelltu hér til að útbúa annan alveg eins reikning.
  4. Merkja reikning sem greiddur reikningur: Smelltu hér ef þú vilt merkja reikning sem greiddan. Ef að reikningur var sendur í netbanka (krafa) þá er krafan sjálfkrafa felld niður. Ef að innheimtuferli í Konto er komið af stað þá er það einnig sjálfkrafa stöðvað.
  5. Fella niður reikning (útbúa kreditreikning): Smelltu hér ef þú vilt fella reikninginn alfarið niður (bakfæra hann í heild sinni) eða ef þú vilt kreditfæra hann að hluta (s.s. ef að hluta af vöru er skilað).
  6. Leiðrétta reikning: Smelltu hér ef að þú vilt leiðrétta reikning t.d. það vantaði upplýsingar eða vörur á reikninginn eða ef hann var sendur á rangan aðila.

Aðgerðir vegna reiknings í netbanka (kröfu)

  1. Breyta eindaga á kröfu: Smelltu hér ef þú vilt færa eindaga á kröfu fram í tímann. Eindagi stýrir því hvenær dráttarvextir byrja að reiknast.
  2. Fella niður kröfu: Smelltu hér ef þú vilt fella niður kröfu (reikning í netbanka). Þetta á t.d. við ef að þú sendir reikning í netbanka en svo greiddi viðskiptavinur þér með millifærslu. Ef að innheimtuferli í Konto er farið af stað þá er það sjálfvirkt stöðvað þegar að krafa er felld niður.

Aðgerðir vegna innheimtu

  1. Stöðva innheimtuferli: Smelltu hér ef að þú vilt stöðva innheimtuferli. Frekari innheimtubréf þá ekki send en allur álagður kostnaður og dráttarvextir haldast inni. Krafan heldur síðan áfram að safna dráttarvöxtum þangað til hún er greidd.
  2. Breyta áföllnum innheimtukostnaði: Smelltu hér ef þú vilt lækka álagðan innheimtukostnað. Við það stöðvast innheimtuferlið en dráttarvextir haldast óbreyttir. Krafan heldur síðan áfram að safna dráttarvöxtum þangað til hún er greidd.

UM SÖGU REIKNINGS

Í sögu reiknings kemur fram í tímaröð allar aðgerðir vegna viðkomandi reiknings. Fyrsta færslan er alltaf hvenær reikningurinn var gefinn út (stofnaður og sendur).

Ef að reikningurinn var sendur á tölvupósti þá kemur fram hvenær hann var móttekinn og hvenær hann var opnaður. Ef ekki tekst að afhenda tölvupóst, t.d. ef innsláttarvilla var í netfangi, þá bæði kemur það fram í sögu reiknings og við sendum þér tölvupóst til að láta þig vita.

Ef að reikningur var sendur sem XML (rafrænn reikningur) þá kemur fram hvenær hann var móttekinn af þjónustuaðila (skeytamiðli). Ef að reikningum er hafnað af skeytamiðlara, t.d. ef að móttakandi getur ekki tekið á móti XML reikningum, þá kemur það bæði fram í sögunni og við sendum þér tölvupóst til að láta þig vita.

Ef að þú nýtir þér innheimtuþjónustu Konto (þín eigin innheimtuþjónusta þar sem innheimtubréf sendast í þínu nafni og þú færð innheimtukostnaðinn greiddan til þín) þá kemur fram í sögu reikning hvenær innheimtubréf voru send á netfang viðskiptavinar. Ef hann opnar tölvupóstinn þá kemur það einnig fram í sögu reiknings.

Þegar reikningur í netbanka (krafa) er greiddur af viðskiptavini þínum þá bætist við færsla um það í sögu reiknings og reikningurinn fær stöðuna greiddur.

Neðst í sögunni er plús hnappur sem þú getur ýtt á til að bæta sjálf(ur) við færslu í sögu reiknings. Sem dæmi ef að viðskiptavinur biður um greiðslufrest þá getur þú ýtt á hnappinn og fært inn "Jón hafði samband og bað mig um að 7 daga greiðslufrest".