fbpx

Hvernig á að senda reikninga með millifærslu til erlendra viðskiptavina í Konto?

Ef þú þarft að senda erlendum aðila reikning og vilt að hann greiði með millifærslu þá þurfa að koma fram á reikningi ákveðnar upplýsingar svo hann geti framkvæmt millifærsluna.

Til að skrá þessar upplýsingar á þinn Konto notanda þá velur þú: Stillingar - Þínar reikningsupplýsingar - Viðbótarupplýsingar.

  1. SWIFT: Er alþjóðlegt auðkenningarnúmer banka.
  2. IBAN: Er alþjóðlegt bankanúmer.

Fyrir alþjóðlegar millifærslur þarf alltaf að skrá IBAN og SWIFT. Þú getur fundið þessar upplýsingar í þínum netbanka með að smella á viðkomandi reikningsnúmer.

Í sumum tilvikum (sérstaklega ef greiðandi er utan evrópska efnahagssvæðisins) þá þarf einnig að koma fram 3. nafn banka, 4. heimilisfang banka og 5. rétthafi reiknings (eigandi reiknings). Við mælum með að skrá allar þessar upplýsingar og þá getur þú sent viðskiptavinum um allan heim reikninga og beðið um greiðslu með millifærslu.

Hvenær birtast upplýsingar fyrir alþjóðlega millifærslu á reikningi?

Upplýsingar fyrir alþjóðlegar millifærslur birtast sjálfkrafa á reikningi ef að uppsetning viðkomandi viðskiptavinar þíns eru með þeim hætti að augljóslega er um erlenda millifærslu að ræða. Þannig að ef að viðskiptavinur er 1. erlendur (land annað en Ísland), 2. gjaldmiðill reiknings er annar en íslenskar krónur og 3. tungumál reiknings er enska þá birtast upplýsingar fyrir erlenda millifærslu. Sjá dæmi hérna fyrir neðan í uppsetningu fyrir viðskiptavin:

Ef að viðskiptavinur er erlendur þá er algengt að viðskiptin/salan séu undanþegin virðisaukaskatti. Ef að svo á við þá er rétt að haka í reitinn Aðili er undanskilinn VSK á viðskiptavinaspjaldinu og þá þarf að setja inn skýringu t.d. sala úr landi.