fbpx

IBAN SWIFT Greiðslur

Þegar notendur spurja út í það hvernig hægt er að fá upplýsingar um IBAN og SWIFT á sína reikninga.

Ef útgefandi reiknings (þú) er ekki frá sama landi og viðskiptavinurinn, þá koma upplýsingar um IBAN og SWIFT í stað upplýsinga fyrir innlenda millifærslu.

Til þess að stilla þín IBAN SWIFT gildi, veldu að fara í Stillingar > Þínar reikningsupplýsingar > Viðbótarupplýsingar > þar getur þú svo skráð upplýsingar um SWIFT kóða, IBAN, Banka heiti, Heimilisfang banka og Réttahafa reiknings (ef þarf).

Til þess að þinn viðskiptavinur fái reikning á Ensku og með vísun í IBAN SWIFT, skráðu þá land viðkomandi viðskiptavinar annað en Ísland OG stilltu bæði tungumál reiknings og gjaldmiðil með neðstu felligluggunum á viðskiptavinaspjaldinu.

Ef um erlendan aðila er að ræða, er oftar ekki svo að viðkomandi viðskiptavinur er undanskilinn VSK. Þegar þú hakar í þennan reit þarf að gefa ástæðu, eins og t.d.: "Erlendur aðili" (vegna PEPPOL) og allar vörur fá VSK flokkinn E (0%) í staðinn fyrir VSK flokkinn Z (0%) sem á við um núll VSK í innlendum viðskiptum.