Innlestur kostnaðareikninga í DK
1. Fyrst athuga almennar stillingar:
Almennt > Fyrirtæki > Almennar stillingar > Haka við Vista tengdar skrár í gagnagrunn og velja flytja tengdar skrá yfir í gagnagrunn > F12 Staðfesta > F12 Staðfesta

2. Vista kostnaðarreikninga fyrir viðskiptavin í möppu og velja möppuna inn í DK
Þú þarft að byrja á því að búa til möppu í tölvunni hjá þér þar sem þú vistar kostnaðareikninga fyrir viðkomandi viðskiptavin. Gott er að hafa möppuna á sameignarsvæði ef aðrir bókarar þurfa einnig að hafa aðgang.
Svo ferðu í DK og velur möppuna með eftirfarandi hætti svo DK viti að það eigi að sækja kostnaðareikningana þangað.
Uppsetning > Almennar stillingar > Lánardrottnar - Innlestur reikninga - Slóð fyrir reikninga í skrám til innlesturs > F12 Staðfesta.

Svo til að keyra kostnaðarreikningana inn í DK er farið í Lánadrottnar > Skrá reikninga > F5 valmynd > Innlestur kostnaðarreikninga

Þá opnast þessi valmynd:

Hægt að stofna lánadrottinn hér eða skrá í fjárhagsdagbók
Þegar þú skráir lánadrottnareikning þá kemur rautt x við þá reiti sem eru skilyrtir (skylda að fylla út í). Ef valið að skrá í fjárhagsdagbók þá breytist hvaða reitir eru skilyrtir.
DK reynir að lesa reikninginn og skila upplýsingum í rétta reiti en það þarf alltaf að yfirfara allar upplýsingar til að fullvissa sig um að þeir séu réttir.
Ef það á að vera samþykkjandi á reikningi þá er hægt að setja hann beint á reikning ef hann er ekki sjálfkrafa valinn. Ef skráður er fastur samþykkjandi á lánadrottnaspjaldinu þá kemur hann sjálfkrafa upp hér.
Þú vinnur svo með færsluna (fyllir inn eins og við á) og smellir svo á næsta.
Þegar búið er að vinna með alla reikningana þá smellir þú á uppfæra.
- Ef einhverjir reikningar eru á villu s.s. því það vantar að skrá upplýsingar sem er skylda að komi fram þá lætur DK þig vita að þeir séu á villu og verða ekki lesnir inn. Þú getur þá valið að hætta við eða halda áfram.
- Ef þú velur að halda áfram þá geymir DK áfram reikningana sem voru á villu og þeir birtast þér næst þegar þú opnar viðmótið fyrir innlestur reikninga þar sem ófrágengnir. En þá tapast breytingar sem þú varst búin að færa inn varðandi þá reikninga.
Sjá leiðbeiningar hér hvernig þú sækir kostnaðarreikninga í Konto.