fbpx

Keyra inn einfalda söluskýrslu í DK

ATH um er að ræða einfalda söluskýrslu sem birtir alla sölu á reikningi í einni línu í skýrslu. Aðeins er því hægt að skrá alla söluna samkvæmt viðkomandi reikningi á eitt vörunúmer í DK. Allur reikningurinn þarf að vera í sama vsk flokki (24%, 11% eða 0%).

LEIÐBEININGAR

Til að færa inn upplýsingar um sölureikninga úr Konto í DK þá þarf að byrja á því að sækja söluskýrslu í Konto. Það er gert undir Aðgerðir og umsjón - Skýrslur.

Mælum með að velja úttakið "Excel fyrir DK bókhald" og hlaða skránni niður (með því að velja "Opna skrá strax").

Svo þarf að opna skrána í Excel og vista hana sem csv.

Í DK þarf að velja: DK Sölureikningar – Vinnslur - Innlestur sölureikninga - CSV innlestur sölureikninga.

Því næst þarf að velja csv skrána með því að smella á "Velja slóð".

  1. Haka CSV skráin er með dálkafyrirsagnir í fyrstu röð
  2. Haka við sölureikningar.
  3. Setja rétta dagsetningu (yfirleitt síðasti dagur viðkomandi mánaðar sem verið er að sækja).
  4. Fylla út númer fyrir sölumann
  5. Ef einingarverð er með vsk. þá haka við það.

Varðandi röð og virkni dálkna: Eingöngu hafa hakað við þá liði sem á að nota í samræmi við skýrsluna úr Konto. Við mælum með að haka í: Skuldunautar, Tilvísun, Vörunúmer, Magn, Einingaverð, Skýringartexti1, Skýringartexti2, Vörulýsing 2, Reikningsnúmer, Gjaldmiðill, Vörulýsing.

Ef skuldunautur er ekki til í DK þá kemur villa. Stofna þá nýja skuldunauta og byrja aftur að sækja skrána. Skráin uppfærist ef hún er villulaus.

Þegar innlestri er lokið þá þarf að prenta sölureikninga, hægt að velja að sendist ekki á prentara.

Ef notuð er söludagbók þá þarf að uppfæra hana (þægilegt að nota söludagbók og fá mánaðarsölu í einni tölu inn í DK).