fbpx

Lagerstaða

Konto notendur í greiddri áskrift getað notað Konto til að halda utan um lagerstöðu.

Til að virkja viðbót fyrir lagerstöðu þá velurðu: Stillingar - Lagerstaða

Í kjölfarið getur þú sett inn lagerstöðu fyrir viðkomandi vöru með því að velja: Vörulisti - Velja viðkomandi vöru - Lagerstaða

Í lagerskráningu getur þú sett inn lotunúmer, magn í lotu og þann dag sem varan rennur út (t.d. síðasti söludagur).

Ef þú velur að setja inn hvenær varan rennur út þá geturðu stillt það í notendaupplýsingar hversu löngu áður (3 mánuðir / 1 mánuður / 1 vika / 1 dagur) þú færð tilkynningu á tölvupósti um að varan sé að renna út. Um er að ræða almenna stillingu sem á þá við um allar þínar vörur.

Á vöruspjaldinu fyrir viðkomandi vöru er síðan hægt að setja inn lágmarkslagerstöðu. Þegar þeirri stöðu er náð þá færðu áminningu á tölvupósti um að lagerstaðan sé komin í lágmark.

Lengst til hægri á vöruspjaldinu sérðu sögu vöru: Hvenær bætt var við lagerinn og hvað hefur selst.