Móttaktu alltaf hinn fullkomna reikning

Nú getur þú stýrt því hvernig reikningar útgefnir í Konto skila sér til þín þegar þú ert kaupandi.

Þú einfaldlega skráir inn upplýsingar um hvernig þú vilt móttaka reikninga. Þú getur einnig skráð inn vörulista með heitum og vörunúmerum sem passa við þitt birgðakerfi.

Til þess að nýta þessa nýjung þarftu að virkja þjónustuna Skrá stillingar fyrir móttöku reikninga.

Þegar þessi viðbót er virk, þá getur þú sem notandi skráð sjálfgefin gildi fyrir það hvernig þú vilt móttaka reikninga. Ef þú vilt fá rafrænan reikninga, með 30 greiðslufrest og láta nonna@email.is fá afrit af pdf - þá stillir þú það með þessu. Þegar þessi viðbót er virk, þá geta þeir sem senda þér reikning einnig séð vörulistann sem þú vilt notast við - svo það sé auðvelt að gera upp og sjálfvirknivæða bókhaldið.