fbpx

Stillingar fyrir móttöku reikninga

Nú getur þú stýrt því hvernig þú birtist sem greiðandi hjá öðrum notendum (reikningsútgefendum) í Konto. reikningar útgefnir í Konto skila sér til þín þegar þú ert kaupandi. Einfalt einnig að skrá lista fyrir GLN kostnaðarstaði til að auðvelda sjálvirknivæðingu í AP bókhaldinu (kostnaðarskráningu).

ATH: Þessi viðbót er í boði fyrir notendur í Grunnur (ókeypis). En, til þess að vista stillingar verður notandi að staðfesta með auðkenningu á island.is

Þú einfaldlega skráir inn upplýsingar um þig sem greiðanda og hvernig þú vilt móttaka reikninga. 

Til þess að nýta þessa viðbót þarftu að virkja þjónustuna Skrá stillingar fyrir móttöku reikninga.

Eftir að hafa virkjað þessa viðbót bætist við valmöguleiki undir Stillingar.

Þegar þessi viðbót er virk, þá getur þú sem notandi skráð sjálfgefin gildi fyrir það hvernig þú vilt móttaka reikninga. Ef þú vilt fá rafrænan reikninga, með 30 greiðslufrest og láta nonna@email.is fá afrit af pdf - þá stillir þú það með þessu.

Kaupendur geta valið að stilla GLN Kostnaðarstaði - svo að reikningar sendir á þá muni alltaf vera með skilgreindan kostnaðarstað og GLN númer fyrir sjálfvirkni í bókun á kostnaði.

GLN listinn sem kaupendur bjóða uppá birtist seljendum sem vallisti þegar viðkomandi setur upp kaupanda sem viðskiptavin á konto.is. Stillingar fyrir greiðslufrest, netfang og hvert skal senda XML skeytið kemur sjálfkrafa inn þegar notandi slær in kennitölu kaupanda.

Notendur nýta Sjálfgefinn kostnaðarstaður sem það gildi kemur þá sjálfkrafa inn í reitinn Kostnaðarstaður í reikningsforminu, en seljandi getur auðveldlega uppfært þetta gildi þegar verið er að útbúa nýjan reikning. Vallistinn passar að það er einungis hægt að velja gild GLN númer og númerið skráist á réttan stað í xml reikningi, sem gerir kaupendum kleift að treysta betur á sjálfvirkni í bókun á kostnaði.

Fyrir lengra komna, þá er einnig hægt að stilla upp vörulista. Notendur á Konto geta þá valið úr vörulista ykkar þegar á að senda ykkur reikning - þetta getur einnig hjálpað með sjálvirkni í bókun reikninga.