fbpx

Reikningur enn merktur ógreiddur

Þegar notendur spurja út í það afhverju reikningurinn er merktur ógreiddur.

Reikningar eru sjálfkrafa merktir sem greiddir þegar tengd krafa (reikningur í netbanka) er greidd - gerist ekki samtímis í banka og á Konto, en uppfærist oftast innan 24klst.

Reikningar eru sjálfkrafa merktir sem greiddir ef tengdur greiðsluhlekkur er greiddur - gerist nánast samtímis hjá kortafyrirtæki og hjá Konto.

Reikningar eru ekki sjálfkrafa merktir sem greiddir ef greitt er með millifærslu, PayPal eða Bitcoin.

Ef greitt er með millifærslu framhjá kröfunni (reikning í netbanka), verður að fella niður kröfuna og merkja reikning handvirkt sem greiddur. Farðu þá í Yfirlit reikninga > veldu þinn reikning > veldu aðgerðina FELLA NIÐUR KRÖFU/GREIÐSLUSEÐIL

Veldu svo handvirkt að merkja reikninginn sem greiddur reikningur.