Senda reikning á Reykjavíkurborg

Reykjavíkurborg er með kennitöluna 5302697609. Allir reikningar, þar sem Reykjavíkurborg er greiðandi, vísa í hana fyrir kennitölu greiðanda. Allir reikningar á Reykjavíkurborg skulu sendir sem XML skeyti og er það sjálfvalið undir "Hvernig skal senda reikning" á viðskiptavinaspjaldinu þegar borgin er stofnuð sem nýr viðskiptavinur. GLN númer borgarinnar er það sama og kennitala hennar, þ.e. 5302697609.

Viðskiptavinir > Skrá nýjan

En, svo þegar reikningur er sendur þá þarf að tilgreina kostnaðarstað innan Reykjavíkurborgar með því að skrá inn númer hans undir viðbótarupplýsingar. Inn á vef Reykjavíkurborgar er finna skjal með lista yfir helstu stofnanir borgarinnar og GLN kennitölur þeirra.

Senda reikning > Velja Reykjavíkuborg sem viðskiptavin > Viðbótarupplýsingar > Kostnaðarstaður

Athugið að Reykjavíkurborg fer fram á 30 daga greiðslufrest.

Sjá hér fyrir nánari upplýsingar um hvernig á að senda rafrænan reikning á Reykjavíkurborg.