Senda tilboð

Nú getur þú sent tilboð í vörur og/eða þjónustu á viðskiptavini þína (athugið að þessi virkni er ekki í boði fyrir ókeypis áskriftarleiðina). 

Þú einfaldlega útbýrð reikning eins og venjulega en í stað þess að velja "Senda reikning" neðst í reikningsforminu þá velur þú "Senda sem tilboð". 

Með því að fara í yfirlit reikninga getur þú séð útgefin tilboð. Ef tilboð er samþykkt þá er hægt að uppfæra það (ef við á) og breyta því síðan í reikning og senda á kaupanda.