fbpx

Yfirlit innheimtuþjónustu og stillingar

Ef þú vilt lesa almennt um innheimtuþjónustuna, þ.m.t. hvernig þú virkjar hana smelltu á hér.

HVERNIG KEMST ÉG Í YFIRLIT INNHEIMTUÞJÓNUSTU OG STILLINGAR?

Til að komast í yfirlit og stillingar fyrir innheimtuþjónustuna þá velur þú Aðgerðir og umsjón - Innheimtuþjónustan mín.

Ath notendur í ókeypis áskriftarleiðinni (Grunnur) velja Stillingar - Sjálfvirk innheimtuþjónusta - Stillingar á innheimtuferli.

YFIRLIT INNHEIMTU

Þar mætir þér þetta viðmót sem sýnir alla reikninga sem hafa verið sendir af stað í innheimtuferli:

Lengst til vinstri sérðu upplýsingar um þá reikninga sem komnir eru í innheimtu, þ.m.t. nafn skuldara, reikningsnúmer, útgáfudag og eindaga. Þú getur smellt á númer reiknings til að opna hann í yfirlit reikninga - og sjá þá m.a. sögu reiknings.

Í miðjunni sérð hvar reikningurinn er staddur í innheimtuferlinu: Hvaða innheimtubréf er búið að senda og hvenær næstu bréf eru áætluð. Hægt er að smella á þegar send bréf til opna þau sem PDF skjal. Innheimtubréfin sjálf eru stöðluð og ekki er hægt að breyta þeim. Þau innihalda allar upplýsingar sem ber að veita skuldara skv. innheimtulögum nr. 95/2008.

Til hægri sérð upplýsingar um höfuðstól reikningsins, áfallinn kostnað, dráttarvexti og samtölu kröfu.

Ef þú vilt stöðva innheimtuferli eða breyta áföllnum kostnaði þá smellir þú á númer reiknings og þá opnast yfirlit viðkomandi reiknings.

Þar hefur þú þrjá möguleika vegna innheimtuferlisins: 1) Fella niður kröfu, 2) stöðva innheimtuferli og 3) breyta áföllnum kostnaði:

  1. Fella niður kröfu: Krafan felld niður og allur álagður kostnaður og dráttarvextir einnig.
  2. Stöðva innheimtuferli: Innheimtan er stöðvuð (og frekari innheimtubréf þá ekki send) en allur álagður kostnaður og dráttarvextir haldast inni. Krafan heldur síðan áfram að safna dráttarvöxtum þangað til hún er greidd.
  3. Breyta áföllnum innheimtukostnaði: Þú velur að lækka álagðan innheimtukostnað. Við það stöðvast innheimtuferlið og dráttarvextir haldast óbreyttir. Krafan heldur síðan áfram að safna dráttarvöxtum þangað til hún er greidd.

UNDANSKILDIR VIÐSKIPTAVINIR

Ef þú smellir á takkann undanskildir viðskiptavinir þá sérð þá viðskiptavini sem þú hefur ákveðið að undanskilja innheimtuferli. Það þýðir að sjálfvirk innheimta fer ekki af stað þó reikningur sé kominn fram yfir eindaga. Til að bæta viðskiptavin við á listann þá velur þú bæta viðskiptarvin á listann.

STILLA INNHEIMTUFERLI

Ef þú smellir á takkann stilla innheimtuferli þá sérðu hvaða stillingar eru núna valdar hjá þér. Þú hefur fjóra möguleika. Þú getur valið eina af forstilltum stillingum: Hámark, sanngjarn og mjög sanngjarn. Eða valið sjálfvalið og þá breytt fjárhæð kostnaðar sem leggst á við hvert innheimtubréf og hvenær bréfið er sent. Ekki er hægt að setja inn hærri kostnað eða styttri frest á milli innheimtubréfa heldur en reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar, nr. 37/2009, kveður á um.

Ef þú breytir stillingum fyrir innheimtuþjónustu þá hefur það bæði áhrif á innheimtu sem er í gangi (þ.e. innheimtubréf sem ekki er búið að senda) og framtíðarreikninga sem ekki eru greiddir á réttum tíma.

SLÖKKVA Á ALLRI INNHEIMTUÞJÓNUSTU

Ef þú vilt slökkva á sjálfvirkri innheimtu þá velur þú Stillingar - Sjálfvirk innheimtuþjónusta - Slökkva.

Með því að slökkva á innheimtuþjónustunni þá stöðvast öll innheimta sem er farin af stað og engin frekari innheimtubréf verða send út vegna reikninga sem ekki eru greiddir á réttum tíma.