fbpx

Stofnaður reikninga þar sem þú ert greiðandi

Þú sem greiðandi, getur stofnað reikning með stöðuna "Vistað" hjá þeim aðila (sem notar Konto) sem  þú vilt að sendi þér reikning. Þá stofnar þá í raun drög að reikning hjá viðkomandi seljanda vegna ákveðinnar sölu. Seljandinn þarf síðan að samþykkja reikninginn og gefa hann út. Með þessu getur þú verið 100% viss um að rafræni reikningurinn flæði rétta leið og hægt sé að bóka hann sjálfkrafa í þínu viðskiptakerfi. 

Til þess að nýta þessa nýjung þarftu að virkja þjónustuna Stofna vistaðan reikning hjá öðrum.

Ef skráð kennitala er til í kerfinu, þá vær viðkomandi tilkynningu og reikningurinn sem þú útbýrð verður vistaður sem Drög hjá þessum notanda.

Þú getur einnig valið að senda á netfang. Ef viðkomandi netfang er ekki skráð sem notandi í kerfinu, þá sendum við boð um skráningu. Þetta hjálpar þér að móttaka rétta rafræna reikninga og spara með sjálfvirkni í bókun á kostnaði.