fbpx

Hvað eru XML reikningar og hvernig skal senda þá?

Almennar upplýsingar um XML reikninga:
Allir sem senda og/eða móttaka XML reikninga eru með sinn skeytamiðil (Advania, InExchange, Unimaze o.s.frv.)

Þegar XML reikningur er sendur þá flettir skeytamiðlari sendanda upp XML kennitölu á reikningi (sem er nokkurskonar póstfang viðkomandi). Ef XML kennitalan er á skrá þá er skeytið sent áfram á skeytamiðlara móttakanda (annars kemur villan: XML kennitala finnst ekki). Ef það koma upp vandræði með að afhenda skeytið (t.d. vegna þess að XML kennitala finnst ekki) þá birtast upplýsingar um það í sögu reiknings og við sendum þér líka sjálfvirkan tölvupóst með upplýsingum. 

Þegar þú býrð til viðskiptavin velur þú á hvaða hátt reikningurinn á að sendast.

Þú slærð inn kennitölu viðskiptavinar. Fer eftir kennitölu hvaða afhendingarmáti ef sjálfkrafa valinn.

Ef kerfið velur það ekki fyrir og kúnninn vill samt sem áður fá XML reikning getur þú valið það neðst niðri​.

Stærri kaupendur eru margir hverjir skráðir með Kostnaðarstaði. Þá er verið að senda XML skeytin á eina kennitölu, en valið á Kostnaðarstað stýrir því hvernig móttakandi bókar reikninginn í kostnaðarskráningu. Mögulegt er að velja sjálfgefinn kostnaðarstað á viðskiptavinaspjaldinu, en það er svo alltaf hægt að breyta þessu kostnaðarstaður gildi þegar verið er að senda reikninginn. Kostnaðarstaður er svo birtur í yfirliti reikninga, svo það er auðvelt að greina á milli, jafnvel þótt þetta sé allt sent á eina kennitölu.