Taktu Innheimtuna í þínar hendur með sjálfvirkri innheimtu í Konto.
Núna getur þú sinnt þinni eigin innheimtu sjálfvirkt!
Láttu innheimtuna gerast sjálfkrafa með Konto og slepptu við að ýta á eftir greiðslum með tímafrekum samskiptum við skuldara.
Ef reikningur er ekki greiddur á réttum tíma þá sendast út innheimtubréf í þínu nafni og innheimtukostnaður rennur til þín! Engin þörf á aðkomu innheimtufyrirtækis sem tekur til sín innheimtukostnaðinn.
Þú getur notað sjálfgefnar stillingar fyrir innheimtuferlið, þ.e. hvenær innheimtubréf sendast og hvaða kostnaður er lagður á, eða stillt það sjálf(ur) - innan lögbundinna takmarkana, sbr. reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar nr. 37/2009. Ef þú vilt þá getur þú undanskilið ákveðna viðskiptavini frá innheimtu.
Í innheimtuferlinu felst núna að send eru allt að fjögur innheimtubréf í þínu nafni. En við munum fljótlega bæta við frekari innheimtuaðgerðum fyrir þig.
Konto leggur á gjald fyrir hvert sent innheimtubréf skv. gjaldskrá.
Til að virkja innheimtuþjónustuna þá velur þú Stillingar - Kröfustofnun og hakar þar í innheimtuþjónusta.
Sjá hérna leiðbeiningar um hvernig þú kemst í yfirlit innheimtuþjónustuna og stillingar fyrir hana.