fbpx

Bankatenging – þarf að hafa samband við bankann?

Notendur eru að spurja út í bankatengingu, Konto kröfur eða kröfustofnun og hvort viðkomandi þurfi eitthvað að vera í samskiptum við bankann sinn eða Arionbanka til þess að virkja tengingu á þeirra Konto notanda við bankann í þeim tilgangi að birta reikninga frá sér í netbanka og banka öppum hjá greiðanda.

Til að einfalda allt ferlið þá fórum við þá leið að semja við Arion um að eina bankatengingu fyrir okkar viðskiptavini sem gerir þeim kleift að stofna kröfur (sem birtast greiðanda í hvaða netbanka/bankappi sem er).  

  • Áður þurfti að fara í bankann og ganga frá innheimtusamningi og síðan slá inn netbankaupplýsingar inn í Konto til að virkja tenginguna. Þetta var tímafrekt og vafðist fyrir mörgum. 


Núna virkjast bankatenging um leið og samningur við okkur um heimild til að stofna kröfur í þínu nafni er undirritaður rafrænt 🙂 

Þú þarft ekki að vera í neinu sambandi við þinn viðskiptabanka vegna þessa og þetta býr ekki til nýtt viðskiptasamband við Arion.

  • Erum bara að nota bankatengingu Arion til að stofna kröfu í svokölluðum kröfupotti Reikningsstofu bankanna (sem aðeins bankarnir hafa beinan aðgang að). Við kaupum því kröfur af Arion og seljum okkar viðskiptavinum. 
  • Þú getur fengið kröfur greiddar inn á hvaða reikning sem þú vilt óháð viðskiptabanka. 
  • Ef þú vilt skoða kröfurnar sjálfar í netbanka (sem fæstir þurfa að gera) þá eru þær aðeins sýnilegar kröfuhafa í netbanka Arion (þar sem kröfurnar er stofnuð í gegnum þá). 


Vona að þetta sé skýrt. Gangi þér vel!