Hvernig þú stjórnar mörgum Konto aðgöngum með rafrænum skilríkjum.
Aðeins er hægt að senda reikninga frá einni kennitölu á hverjum Konto aðgangi. Það þarf því að stofna nýjan aðgang fyrir hverja kennitölu. Ástæðan fyrir þessu er sú að númeraröð reikninga á að vera hlaupandi og óslitin fyrir hverja kennitölu skv. bókhaldslögum.
Rafræn skilríki
Þegar þú stofnar nýjan aðgang með rafrænum skilríkjum þá eru þau sjálfkrafa tengd við þann aðgang. Ef þú ert með marga aðganga tengda við sömu rafrænu skilríkin þá spyr Konto þig eftir innskráningu inn á hvaða aðgang þú vilt skrá þig.
Ef þú ert með eldri aðgang sem þú vilt tengja við rafræn skilríki þá velur þú (eftir innskráningu) Stillingar > Lykilorð og rafræn skilríki - Tengja rafræn skilríki
Við mælum með því að þú notir rafræn skilríki fyrir innskráningu, enda öruggasta innskráningarleiðin.
Umboðsaðilaaðgangur (bókararaðgangur)
Notendur í greiddri áskrift að Konto geta veitt þriðja aðila (s.s. bókara) aðgang að sínum Konto notanda. Það er gert með að velja Stillingar - Veita þriðja aðila aðgang - Slá inn netfang viðkomandi.
Nánar um að veita þriðja aðila aðgang hér.
Þeir sem nota gmail póstþjónustuna geta notað sama netfangið fyrir marga aðganga að Konto
Hver og einn notandi í Konto þarf að vera með einkvænt netfang enda er það einnig notendanafn viðkomandi. Það er því ekki hægt að skrá t.d. tvo notendur með netfangið netfang@mittlen.is.
En Gmail býður upp á að setja + á undan @ merkinu í netfangi. Sem dæmi þá væri hægt að skrá einn notanda í konto með netfang@mittlen.is. og annan með netfang+1@mittlen.is. Tölvupóstar sem eru sendir á netfang+1@mittlen.is skila sér á netfangið netfang@mittlen.is.