fbpx

Einn notandi, margir aðgangar

Þegar notendur vilja geta tengt marga notendur við eitt netfang eða símanúmer.

Við mælum með því að notendur tengi alla sína aðganga við rafræn skilríki í þeim tilgangi að geta einfaldlega auðkennt sig með símanum og svo valið inn á hvaða aðgang það vill fara. Til að tengja rafræn skilríki, veljið að fara í Stillingar > Lykilorð og rafræn skilríki

Ef viðkomandi vill tengja við eitt netfang, er í boði að nýta "+" regluna hjá þjónustu eins og gmail. Þá getur þú bætt við plús í netfangið. (sjá dæmi) konto+nafnfyrirtækis@konto.is --> þá getur þú verið með einstakan notanda á Konto, en fengið allar upplýsingar sendar á sama netfang.

En einfaldasta leiðin er að vera með notanda sem er Umboðsaðili og svo láta aðra notendur veita þessum umboðsaðila aðgang. Sem Umboðsaðili getur viðkomandi auðveldlega smellt á milli aðganga/notenda án þess að þurfa að skrá sig út. Fullkomið fyrir bókara og aðra umboðsaðila sem vilja geta hoppað á milli notenda með skjótum hætti.