fbpx

Hlaða inn vörulista

Í Konto er mögulegt að hlaða inn þínum vörulista, t.d. úr bókhaldskerfi.

Til að gera það velurðu: Vörulisti - Hlaða inn lista úr Excel.

Því næst opnarðu Excel skrána og færir þar inn upplýsingar um vörulistann þinn.

Þú verður að fylla út dálka A-E: Vörunúmer, Lýsing, Eining, VSK og Einingaverð (án VSK).

Dálkarnir F og G (Flokkur og Virkur) eru valkvæðir.

  • Vörunúmer getur innifalið bæði tölu og bókstafi
  • Eining þarf að vera eitt af eftirfarandi
    • stk
    • kg
    • m
    • Dagar
    • klst
    • min
    • m2
    • m3
    • km
  • Í reitinn VSK þarf að skrá S, AA eða Z.
    • S = 24%
    • AA = 11%
    • Z = 0%
  • Einingaverð (án VSK) skal skráð án þess að nota kommur eða punkta.
  • Flokkur er valkvætt
  • Virkur er valkvætt (1 = virk, 0 = óvirk). Ef vara er merkt sem óvirk þá birtist hún ekki sem valmöguleiki þegar þú ert að stofna reikning.

Sjá óútfyllt excel skjal hér.