Kostnaðarskráning
Notendur í greiddri áskrift geta haldið utan um alla kostnað fyrir sinn rekstur í Konto. Til að skoða skráðan kostnað eða skrá nýjan þá velur þú Kostnaðarskráning í stjórnborðinu.
Þá opnast yfirlit yfir allan skráðan kostnað. Til að búa til nýja skráningu þá velur þú Skrá kostnað efst á síðunni.
Þá opnast glugginn hér fyrir neðan. Þar hefur þú val um tvær leiðir til að skrá kostnað: Einfalt eða Ítarlegt.
A. EINFÖLD KOSTNAÐARSKRÁNING
Einfalt er fyrir þá sem eru með bókara og þurfa aðeins einfalda leið til að varðveita reikninga fyrir keyptri vöru eða þjónustu. Með því að veita bókaranum þínum aðgang að þínum Konto notanda þá getur hann síðan sjálfur sótt alla reikninga í einu lagi fyrir innkeyrslu í bókhaldskerfi. Sjá nánar um bókaraaðgang hér.
Í einfaldri kostnaðarskráningu þarf aðeins að hlaða inn mynd eða PDF af reikningi og velja útgáfudag.
B. ÍTARLEG KOSTNAÐARSKRÁNING
Ítarlegt er fyrir þá sem vilja sjálfir lykla kostnað og ætla sér að skila inn RSK 4.11 Rekstrarskýrslu (einstaklingar í rekstri) eða RSK x.11 (smærri fyrirtæki) og útbúa ársreikning með hnappinum inn á RSK. Mælum ekki með að aðilar reyni sjálfir að lykla kostnað nema þeir hafi kunnáttu í bókhaldi.
Til að sækja skýrslu fyrir ofangreind skil til RSK þá velur þú Aðgerðir og umsjón - Skýrslur - Rekstrarskýrsla
Sjálfvirk kostnaðarskráning
Allir reikningar frá Konto til þín eru skráðir sjálfkrafa. Einnig reikningar frá öðrum Konto notendum til þín, en í þeim tilvikum þarft þú að breyta kostnaðartegund svo réttur lykill sé skráður.
Einnig er í boði fyrir þá sem vilja að móttaka rafræna reikninga (XML) og þeir skráist þá sjálfkrafa í kostnaðarskráningu. En þú þarft þá að ganga frá samningi við skeytamiðil s.s. Unimaze eða Advania. Mælum aðeins með því fyrir stærri aðila. Sjá Stillingar - Minn skeytamiðill.