fbpx

Kostnaðarskráning

Notendur í greiddri áskrift geta virkjað viðbótina Kostnaðarskráning og byrjað að skrá upplýsingar um kostnað. Bókhaldskerfi hjá bókara sækir upplýsingar um kostnað og einfaldar bókun fyrir bókara. Skráður kostnaður með vsk upplýsingar birtist á úttaki fyrir Skýrslur hjá notendum og einfaldar þar með vsk uppgjör.

Áskriftir og viðbætur > Kostnaðarskráning

Einnig er mögulegt og byrja að móttaka rafræna reikninga (xml) með því að óska eftir því að söluaðili sendi rafrænan reikning á Konto. Konto kerfið sækir reikninginn og skráir viðeigandi upplýsingar í Kostnaðarskráningu, sem skilar sér svo til bókara. Samtölur í skýrslu fyrir vsk og heildarkostnað per vsk flokk hjálpar notendum með uppgjör á vsk.

Stöðurnar "Stofnað", "Bókað", "Sleppt", "Á villu" eru einungis í notkun ef viðkomandi er búinn að tengjast bókhaldskerfi sem uppfærir stöðuna þegar færslur eru sóttar í Konto kerfið og fluttar inn í bókhaldskerfið.

  • Skrá Útgáfudag á kvittun/reikningi
  • Útskýringartexti --> setja [númer reiknings/kvittun] - [útskýring]
    • dæmi: "SR00112346 - net og sími"
  • Skrá VSK númer að kennitölu seljanda
  • Skrá Heildarupphæð
  • Skrá VSK upphæð
  • Setja inn mynd/pdf
  • Velja að Halda áfram --> kostnaður skráður!