fbpx

Hvað er innifalið í áskriftarleiðum?

Þú byrjar í ókeypis áskriftarleið (Grunnur) sem felur í sér 3 reikninga á mánuði. Svo getur þú valið að fara í greidda áskrift sem felur í sér fleiri reikninga á mánuði og ýmsa viðbótarvirkni og/eða keypt auka inneign fyrir reikningagerð. Auka inneign færist á milli mánaða og gildir í 4 ár.

Grunnur

Grunnur áskrift er fyrir þá sem þurfa að senda allt að 3 reikninga (XML eða PDF) á mánuði og þurfa enga viðbótarþjónustur. Kröfustofnun (reikningur í netbanka) innifalin og hægt að kaupa staka reikninga. Grunnur áskriftin er ókeypis.

  • Bankatenging - gerir þér kleift að senda reikning í netbanka hjá greiðanda. Einföld og örugg leið til þess að fá greitt. Ef ekki er greitt og eindagi er liðinn, þá reiknast vextir og mögulegt er að stilla svo að reikningar fari beint í sjálfkrafa innheimtuferli - þar sem þú færð greiddan kostnaðinn, en ekki eitthvað innheimtufélag.
  • Umboðsaðili (fyrir bókara) - fyrir notendur sem vilja hafa umboð með öðrum notendum á Konto. Fyrir bókara, til dæmis, þar sem auðvelt er að smella á milli notenda til að taka út skýrslur, skrá kostnað, viðskiptavin, vöru, kreditreikning eða nýjan sölureikning. Umboðsaðilar geta notað Konto kerfið frítt, en aðrir notendur þurfa að vera í greiddri áskrift, til dæmis FRÆ, til þess að geta veitt þriðja aðila umboð.
  • Stilla móttöku reikninga - fyrir kaupendur sem vilja stilla það hvernig þau fá reikninga frá notendum Konto. Stórkaupendur geta einnig valið að stilla GLN auðkenni / Kostnaðarstaði svo að notendur Konto þurfi að velja þessi gildi þegar á að senda þeim XML reikninga, svo hægt sé að bóka kostnaðinn með aukinni sjálfvirkni.

Fræ

Fræ áskrift er fyrir þá sem þurfa að senda allt að 10 reikninga á mánuði. Allt það sama og í Grunnur áskriftinni innifalið auk m.a. skýrslur, hreyfingalisti, áskriftarreikningar og kostnaðarskráning. Fræ áskriftin er 1.990 + VSK á mánuði.

  • Tilboðsgerð - fyrir notendur sem vilja geta sent tilboð á sína viðskiptavini. Auðvelt að breyta tilboðum, gera önnur alveg eins og svo gera reikninga út frá tilboðinu til að flýta fyrir.
  • Afhendingarseðlar - fyrir notendur sem vilja geta gefið út afhendingaseðla í stað þess að vera með reikning með hverri afhendingu. Auðvelt að draga saman fjölda afhendinga til að búa til einn reikning.
  • Sölugreining - fyrir notendur sem vilja geta skráð kostnaðarverð vöru og greint framlegð. Með sölugreiningu viðbótinni er einnig hægt að tengjast Konto í gegnum viðskiptagreind og greiningartól eins og Power BI frá Microsoft.
  • Veita þriðja aðila aðgang - fyrir þá sem vilja geta veitt bókara eða þriðja aðila aðgang svo þau geti séð um þetta fyrir þig. Frábært fyrir þá sem vilja setja völdin í hendur bókara en geta samt einfaldlega búið til nýja viðskiptavini, vörur, reikninga og skráð kostnað.
  • Skýrslur og hreyfingalistar - fyrir þá sem vilja geta keyrt út skýrslur og sótt upplýsingar um sölu og kostnað, bæði niður á einstaka viðskiptavini og niður á tímabil.
  • Sölusíður fyrir vörur og námskeið - einföld leið til að setja upp sölusíðu þar sem kaupendur skrá upplýsingar um sig og panta vöruna eða námskeiðið. Upplýsingar notaðar til að skrá nýjan viðskiptavin, stofna reikning í netbanka og senda tilkynningu á netfang viðkomandi.
  • Vefþjónusta og API KEY - fyrir þá sem vilja tengja vefverslun eða önnur þriðja aðila kerfi við Konto í þeim tilgangi að búa til reikninga eða sækja upplýsingar fyrir vinnslu í öðru kerfi. Frábær Konto viðbót fyrir WooCommerce hjálpar vefverslunum að bjóða upp á að stofna reikninga í netbanka og flytja inn allar pantanir til að búa til sölureikning fyrir bókhaldið.
  • Hópar - einföld leið til að halda utanum hópa af viðskiptavinum. Búðu til einn reikning, sendu á hópinn og kerfið útbýr reikning fyrir hvern og einn viðskiptavin í hópnum.
  • Áskriftarreikningar - fyrir þá sem vilja senda út eins reikning reglulega. Sendu vikulega, mánaðarlega, ársfjórðungsfresti, tvisvar á ári eða einu sinni á ári. Sameinaðu með Hópar virkninni og sendu áskríftarreikning á hópinn og sjáðu hvernig þetta bara gerist allt sjálfvirkt fyrir þig.
  • Vísitölutenging fyrir leigusamninga - mögulegt er að tengja áskriftarreikninga við vísitölu neysluverðs svo að upphæðin á reikningi hækkar í samræmi við þróun á vísitölu.
  • Kostnaðarskráning - einföld leið fyrir notendur til að skrá kostnað fyrir bókhaldið og nýta vsk-inn af kostnaði. Mögulegt að taka mynd af kvittunum og reikninginum og skrá sem viðhengi með kostnaðarfærslu - hlekkur á viðhengi fylgir svo skýrslum þegar bókarar taka þetta út.
  • Lagerstaða - fyrir þá sem vilja halda utan um lagerstöðu. Mögulegt að skrá niður á lotunúmer og síðasta neysludag, svo stilla inn að fá tilkynningar þegar nálgast síðasta neysludag. Þetta hjálpar þér að fylgjast með lagerstöðu og koma vörum í sölu áður en þær renna út og rýrna.

Sprotar

Sprotar áskrift er fyrir þá sem þurfa að senda allt að 25 reikninga á mánuði. Allt það sama og í Fræ áskriftinni innifalið auk m.a. aðstoðar í símaþjónustu og möguleika á að senda pantanir. Sprotar áskriftin kostar 4.490 + VSK á mánuði.

  • Stofna reikning hjá öðrum - fyrir þá sem vilja geta stofnað reikninga hjá öðrum notendum, þar sem þú ert greiðandinn. Þetta hjálpar aðilum eins og íþróttafélögum sem vilja fá alla þjálfara til að byrja að senda sér XML reikninga svo hægt sé að auka sjálfvirkni í ferlinu. Kaupandinn er því að hjálpa litlu seljendunum að komast af stað með nýtt kerfi og nýtt ferli.
  • Senda pantanir á verktaka - fyrir þá sem vilja geta notað vefþjónustu í þeim tilgangi að senda inn pantanir á verktaka. Verktakar geta einfaldlega gert reikninga út frá upplýsingum í pöntun í ferli sem passar að allar upplýsingar fari inn í XML reikninginn, svo hægt verði að bóka kostnaðinn í sjálfvirku ferli hjá kaupanda.
  • Símaþjónusta - Konto aðstoð tekur upp síman og hringir í þig til að aðstoða sem best við getum.

Vöxtur

Vöxtur áskrift er fyrir þá sem þurfa að senda allt að 50 reikninga á mánuði. Allt það sama og í Sprotar áskriftinni innifalið auk möguleika á að tengja eigin SMTP þjónustu og þá senda reikninga frá eigin léni. Vöxtur áskriftin kostar 7.990 + VSK á mánuði.

  • Senda reikninga frá eigin léni (SMTP) - fyrir þá sem vilja að reikningar berist frá sínu netfangi en ekki bara tilkynning@konto.is

Sérlausnir

Sérlausnir áskriftin innifelur 150 reikninga á mánuði. Allt það sama og í Vöxtur áskriftinni er innifalið auk tengingar við ökutækjaskrá og annarra sérsmíðaðra tenginga. Hafðu samband og við finnum lausnina fyrir þig. Sérlausnir áskriftin kostar 14.490 + VSK á mánuði.

Kaupa auka inneign fyrir reikningaútgáfu

Þú getur valið hversu mikið af auka inneign þú vilt kaupa. Þeim mun fleiri sem þú kaupir, þeim mun ódýrara er stykkjaverðið.

Auka inneign færist á milli mánaðar (gildir í 4 ár), svo þú getur notað hana hvenær sem þér hentar.

Það hentar mörgum að vera í greiddri áskrift en síðan kaupa auka inneign þegar þörf er á, t.d. ef þú sendir mis marga reikninga eftir mánuðum eða sendir mjög marga reikninga (t.d netverslanir).