DK tenging við Konto
🔛 Uppsetning Konto í DK
Með DK-Konto tengingunni getur bókari sótt bæði sölu og kostnað úr Konto og bókað hann í dk án óþarfa innsláttar og handavinnu.
Til þess að tengja kerfin saman þarf að nálgast notendanafn og API lykil fyrir Konto notanda.
Ath tengingin er aðeins í boði fyrir Konto notendur í greiddri áskrift.
Ef bókari er með ókeypis bókararaaðgang að Konto (og viðkomandi Konto notandi hefur veitt honum aðgang) þá getur hann sjálfur nálgast þessar upplýsingar (sjá nánar hér um ókeypis bókaraaðgang og stjórnborð bókara í Konto). Annars þarf bókari að fá upplýsingarnar frá viðskiptavini sínum (Konto notanda).
Í Konto velur þú Stillingar > Vefþjónusta
.

Þá opnast gluggi þar sem þú sérð NOTANDI og API LYKILL.

Í DK velur þú síðan Almennt > Umsjón > Konto tenging uppsetning

Þá opnast glugginn hér að ofan í DK með nokkrum reitum sem þarf að fylla út í til að stilla tenginguna. Þetta þarf bara að gera einu sinni.
Vefþjónusta
- API lykill: Sótt í Konto - eins og sýnt er hér að ofan.
- Notendanafn: Sótt í Konto - eins og sýnt er hér að ofan.
- Vefslóð(URL) Vefslóðin https://konto.is/api/v1/ kemur sjálfkrafa inn.
Reikningar
- Bókhaldslykill 0% VSK: Veljið bókhaldslykil fyrir sölu með 0% vsk.
- Bókhaldslykill 11% VSK: Veljið bókhaldslykil fyrir sölu með 11% vsk.
- Bókhaldslykill 24% VSK: Veljið bókhaldslykil fyrir sölu með 24% vsk.
- Afrúningur: Veljið bókhaldslykil fyrir aurajöfnun.
Ath þessir lyklar koma sjálfkrafa inn þegar sala er sótt í Konto, en það er alltaf hægt að breyta lykil á viðkomandi færslu áður en bókað er. Best er því að setja inn algengustu lyklana sem geta átt við.
Fylgiskjalanúmer
- Almennt fylgiskjalsnúmer: Veldu þetta ef þú vilt ákveða hvert fylgiskjalanúmerið á að vera í hvert skipti sem þú sækir reikninga úr Konto.
- Sér fylgiskjalssería: Veldu þetta ef þú vilt að salan úr Konto fylgi sérstakri hlaupandi númeraröð. Þá tilgreinir þú hér á hvaða númeri fylgiskjalaserían á að byrja, t.d. K-0001.
📥 Innlestur sölureikninga í dagbók
Þegar búið er að tengja notanda í DK við Konto, er hægt að sækja alla reikninga (sölu- og kreditreikninga) sem hafa verið gefnir út í Konto og lesa þá inn í Dagbók undir Fjárhagur í DK.
Þessi leið var valin til að einfalda ferlið og fækka handtökum bókara. Enda er engin ástæða til að stofna sölureikning úr Konto aftur í DK. Allar færslu í dk vísa í númer reiknings í Konto.
Eftir að tenginu hefur verið komið á birtast upplýsingar um Stöðu í bókhaldií Yfirlit reikninga í Konto. Þegar reikningur er gefinn út fær hann stöðuna Stofnaðog þegar búið er að lesa hann inn í DK færi hann stöðuna Bókaður.
Ath staða í bókhaldi birtist aðeins hjá þeim Konto notendum sem hafa veitt bókara aðgang.

Til að lesa inn reikninga í DK velur þú Fjárhagur > Dagbók > F5 Valmynd > Ná í reikninga frá Konto

Þá færðu upp glugga þar sem þú getur valið það tímabil sem þú vilt sækja. Sóttir eru þá allir reikningar með útgáfudag innan þess tímabils. Einnig eru sóttir alla reikningar sem voru gefnir út á tímabilinu en með útgáfudag aftur í tímann, en það er gert svo allir útgefnir reikningar í Konto skili sér örugglega inn í DK.

Þegar tímabil hefur verið valið þarf að F12 Staðfesta
og fer þá af stað vinnsla til að sækja reikningana í Konto. Aðeins eru sóttir reikningar á völdu tímabili sem eru með stöðuna Stofnaðir
, en reikningar sem hafa verið sóttir áður, og eru því með stöðuna Bókaðí Konto er sleppt.

Ef reikningur var gefinn út á völdu tímabili, en með útgáfudag utan bókhaldstímabils (aftur í tímann) þá er hann ekki sóttur. Í niðurstöðuglugganum í DK kemur þá fram skýrlega fram númer reiknings sem var ekki sóttur og skýringin utan bókhaldstímabils. Reikningurinn fær þá stöðuna Slepptí Konto.
Hérna er verið að koma í veg fyrir að reikningar sem eru gefnir út aftur í tímann með útgáfudag t.d. á síðastliðnu ári séu óvart bókaðir. Bókari þarf í slíkum tilvikum að ákveða hvernig reikningurinn skuli meðhöndlaður, t.d. með kreditreikningi ef útgáfudagur var rangur (mistök hjá notanda).

📥 Innlestur kostnaðarreikninga
Þetta ferli er næstum alveg eins og það ferli sem lýst er hér að ofan fyrir innlestur sölureikninga.
Til að lesa inn kostnaðarreikninga í DK velur þú Lánadrottnar > Skrá reikninga> F5 Valmynd > Ná í reikninga frá Konto

Þá færðu upp glugga þar sem þú getur valið það tímabil sem þú vilt sækja. Sóttir eru þá allir kostnaðarreikningar með útgáfudag innan þess tímabils. Einnig eru sóttir alla kostnaðarreikningar sem voru skráðir á tímabilinu en með útgáfudag aftur í tímann, en það er gert svo allir kostnaðarreikningar úr Konto skili sér örugglega inn í DK.

Þegar tímabil hefur verið valið þarf að velja F12 Staðfesta og fer þá af stað vinnsla til að sækja kostnaðarreikningana í Konto. Aðeins eru sóttir reikningar á völdu tímabili sem eru með stöðuna Stofnaðir, en reikningar sem hafa verið sóttir áður, og eru því með stöðuna Bókaðí Konto er sleppt.
Allir kostnaðarreikningar (PDF og myndir) eru þá sóttir og vistaðir í möppuna sem þú valdir fyrir innlestur kostnaðarreikninga. Ef þú ert ekki búinn að setja upp innlestur kostnaðarreikninga í DK fyrir OCR innlestur á reikningum þá eru leiðbeiningar fyrir það hér.
Til að lesa kostnaðarreikningana síðan inn í DK þá velur þú Lánadrottnar > Skrá reikninga > F5 Valmynd > Innlestur kostnaðarreikninga (*)

Við þetta opnast viðmótið Lesa inn kostnaðarreikninga út frá skjölum.
Það eru tvær leiðir til að skrá kostnaðarreikning út frá skjölum: Skrá lánadrottnareikning
(sjálfvalið) og Skrá í fjárhagsdagbók. Sjá umfjöllun um það aðeins neðar í þessum leiðbeiningum.
OCR Lesarinn í DK reynir þá að grípa kennitölu seljanda, reikningsnúmer, eindaga, upphæð og gjaldmiðil. Þú ferð síðan yfir hvort að þessar upplýsingar séu rétt og bætir við því sem vantar.

Þegar þú ert búin að yfirfara skráningu þá velurðu F12 Uppfæra
.
Reikning eða fjárhagsdagbok
Það eru tvær leiðir til að skrá kostnaðarreikning út frá skjölum: Skrá lánadrottnareikning
og Skrá í fjárhagsdagbók
Ef þú velur Skrá lánadrottnareikning
þá fer eftir innlestur inn í Óbókaðir reikningar lánadrottin
. Þú getur þá opnað skráninguna.

Til þess að bóka reikninginn ferðu í F5 Valmynd
og Bóka reikninga
Þú getur vissulega bókað marga reikninga í einu.

- TIL HAMINGJU - NÚNA VEISTU ALLT UM INNLESTUR ÚR KONTO YFIR Í DK! -
BÓNUS EFNI: Sjálfgefinn bókhaldslykill á Lánadrottinn fyrir kostnaðarreikninga
Til að fækka skrefum við bókun kostnaðarreikninga enn frekar er hægt að skrá gildi í Gjaldalykill í flipann Innkaup á Lánadrottinn.
Ef það er gildi í þessum reit, þá er það gildi alltaf skráð þegar reikningur berst frá Lánadrottni.
Þú getur skráð einn Gjaldalykil fyrir hvern vsk flokk 24%, 11% og 0%. Þessir lyklar koma þá inn næst þegar þú lest inn kostnaðarreikning frá þessum lánadrottni í viðmótinu. En þú getur að sjálfsögðu alltaf breytt lykilinum þegar þú bókar reikninginn.
Tekið skal fram að skjálfvirkt val á lykli á aðeins við um heildarfjárhæð reiknings en ekki niður á línu. Algengast er því að skrá aðeins einn lykil per lánadrottinn.
