Móttaktu alltaf hinn fullkomna reikning

Nú getur þú stýrt því hvernig reikningar útgefnir í Konto skila sér til þín þegar þú ert kaupandi.

Þú einfaldlega skráir inn upplýsingar um hvernig þú vilt móttaka reikninga. Þú getur einnig skráð inn vörulista með heitum og vörunúmerum sem passa við þitt birgðakerfi.

Til þess að nýta þessa nýjung þarftu að virkja þjónustuna Skrá stillingar fyrir móttöku reikninga.

Þegar þessi viðbót er virk, þá getur þú sem notandi skráð sjálfgefin gildi fyrir það hvernig þú vilt móttaka reikninga. Ef þú vilt fá rafrænan reikninga, með 30 greiðslufrest og láta nonna@email.is fá afrit af pdf – þá stillir þú það með þessu. Þegar þessi viðbót er virk, þá geta þeir sem senda þér reikning einnig séð vörulistann sem þú vilt notast við – svo það sé auðvelt að gera upp og sjálfvirknivæða bókhaldið.

Stofnaður reikninga þar sem þú ert greiðandi

Þú sem greiðandi, getur stofnað reikning með stöðuna “Vistað” hjá þeim aðila (sem notar Konto) sem  þú vilt að sendi þér reikning. Þá stofnar þá í raun drög að reikning hjá viðkomandi seljanda vegna ákveðinnar sölu. Seljandinn þarf síðan að samþykkja reikninginn og gefa hann út. Með þessu getur þú verið 100% viss um að rafræni reikningurinn flæði rétta leið og hægt sé að bóka hann sjálfkrafa í þínu viðskiptakerfi. 

Til þess að nýta þessa nýjung þarftu að virkja þjónustuna Stofna vistaðan reikning hjá öðrum.

Ef skráð kennitala er til í kerfinu, þá vær viðkomandi tilkynningu og reikningurinn sem þú útbýrð verður vistaður sem Drög hjá þessum notanda.

Þú getur einnig valið að senda á netfang. Ef viðkomandi netfang er ekki skráð sem notandi í kerfinu, þá sendum við boð um skráningu. Þetta hjálpar þér að móttaka rétta rafræna reikninga og spara með sjálfvirkni í bókun á kostnaði.

Senda pantanir á Konto notendur

Nú er í boði að stofna innkaupapöntun hjá öðrum Konto notendum. Með öðrum orðum þá gerir það þér kleift að senda öðrum notendum pantanir fyrir vörum eða þjónustu í gegnum Konto. Þú getur verið viss um að fá rétt vöruheiti, númer og tilvísun á viðkomandi rafrænum reikningi sem berst í kjölfarið sem einfaldar sjálfvirka bókun í þínu viðskiptakerfi. Jafnframt geturðu verið viss um að hann muni berast rétta leið í gegnum skeytamiðil, ef við á. 

Til þess að nýta þessa nýjung þarftu að virkja þjónustuna Senda inn pantanir.

(Einungis er í boði að stofna pantanir og beiðnir í gegnum einföld API köll