fbpx

Þínar reikningsupplýsingar

Fyrsta skrefið eftir nýskráningu felst í því að skrá upplýsingar um þann sem kemur til með að gefa út reikningana – hvort sem það er fyrirtæki eða einstaklingur. Útgefinn reikningur verður merktur útgefanda með vörumerki (e. logo) og öllum tilheyrandi upplýsingum. Með því að smella á spurningarmerki (e. icon) er hægt að fá nánari lýsingu á öllum reitum í þessu skráningarformi.

Að skrá viðskiptavin

Þegar þú ert að gefa út reikning, þá er einhver kaupandi (viðskiptavinur). Konto er með viðskiptavinaspjöld þar sem upplýsingar um viðskiptavini eru skráðar, þ. m.t. hvernig viðkomandi vill móttaka reikninga (t.d. sem PDF á tölvupósti eða sem XML skeyti). Einnig er hægt að skrá upplýsingar um m.a. viðskiptaskilmála, og velja tungumál, gjaldmiðill og greiðslufrest.

Að skrá vöru

Þegar þú ert að gefa út reikning þá verður að vera einhver vara í vörulínu reiknings. Mögulegt er að skilgreina nýjar vörur þegar reikningur er útbúinn. Einnig er hægt að skrá vörur á vörulista. Fyrir þínar vörur skráir þú lýsingu, mælieiningu, VSK flokk og verð með/án VSK. Í vörulistanum er auðvelt að uppfæra vörur og afvirkja þær sem ekki eiga að birtast í vallista þegar verið er að útbúa nýjan reikning.

Að útbúa reikning

Þegar nýr reikningur er útbúinn þá velur þú viðskiptavin, vöru(r) og skráir magn. Einnig, ef við á, þá er mögulegt að skrá viðhengi með reikningi og veita afslátt af einstaka vörulínum. Að lokum er reikningur yfirfarinn og sendur. Reikningurinn er þá sendur á greiðanda í samræmi við upplýsingar á viðskiptavinaspjaldinu. Einnig er í boði að “vista” reikning, ef þú vilt bíða með að senda hann á greiðanda.

Yfirlit reikninga

Sýnir yfirlit yfir þína vistaða og útgefnu reikninga. Þegar einn reikningur úr yfirlitinu er valinn birtist listi yfir mögulegar aðgerðir. Notendur geta valið að:

  • Skoða
  • Skoða sem PDF
  • Senda sem viðhengi með skilaboðum
  • Útbúa nýjan reikning sem er eins og þessi
  • Merkja reikning sem greiddur reikningur
  • Fella niður reikning (útbúa kreditreikning)

Ef krafa var stofnuð við útgáfu reiknings þá birtast einnig eftirfarandi möguleikar:

  • Breyta eindaga á kröfu
  • Fella niður kröfu/greiðsluseðil

Að virkja kröfustofnun

Áður en þú getur hafist handa við að stofna kröfur í netbanka við útgáfu reiknings þá þarftu fyrst að virkja kröfustofnun undir Stillingar og velja að virkja kröfustofnunn.

Í kjölfarið sendir Konto tölvupóst á þig og með hlekk til að klára undirritunarferlið rafrænt.
Mælum einnig með að þú virkir innheimtuþjónustu svo þú fáir alveg örugglega greitt.

Sjá hvernig þú átt að stofna kröfu við útgáfu reiknings

Skýrslur og hreyfingalistar

Notendur sem eru í greiddri áskrift geta keyrt út skýrslur (sem sýna allar hreyfingar, þ.e. sölureikninga, kreditreikninga, greiðslur og skráðan kostnað) fyrir ákveðið tíma tímabil.

Notendur geta valið á milli þess að fá úttak skýrslu í PDF eða CSV. Bókarar geta notað CSV skrár til að hlaða inn upplýsingum í sitt bókhaldskerfi. Samtölur fyrir vsk upplýsingar og heildar sölu per vsk flokk hjálpar notendum með uppgjör á vsk.

Einnig er mögulegt að setja upp skýrslu í áskrift. Notendur geta valið fyrir hversu langt tímabil (fjöldi mánaða) og valið hversu reglulega á að útbúa og senda skýrsluna.

Aðgerðir og umsjón > Skýrslur.

Notendur sem eru í greiddri áskrift gete einnig keyrt út hreyfingarlista fyrir ákveðinn viðskiptavin.

Viðskiptavinir > Velja viðkomandi viðskiptavin > Útbúa hreyfingarlista

Senda reikning á erlendan aðila

Konto notendur geta skráð Kennitöluna 1111111119 fyrir erlenda aðila eða valið annað land fyrir viðkomandi greiðanda (ef landið er ekki á listanum, veljið þá “Other”). Hægt að velja að fá reikningsúttakið og skilaboð á ensku, með því að velja Ensku (EN) sem tungumál viðskiptavinar. Veljið svo gjaldmiðil sem hentar.

Mögulegt að setja upplýsingar um lengri póstnúmer og póstbox í reitinn heimilisfang. Það er í boði að velja annann gjaldmiðil en ISK. Einnig er æskilegt að haka við að viðkomandi sér undanskilinn VSK til að tryggja að þú gefir ekki út reikninga með virðisauka fyrir viðkomandi viðskiptavin.

Senda reikning á Reykjavíkurborg eða Hagkaup

1. Stofna Reykjavíkurborg eða Hagkaup sem viðskiptavin

Til að stofna nýjan viðskiptavin þá velurðu: Viðskiptavinir > Skrá nýjan

Allir reikningar á þessa aðila skulu sendir sem XML skeyti og er það sjálfvalið undir “Hvernig skal senda reikning” þegar kennitalan hefur verið skráð.

Þú þarft því ekki að breyta neinum af sjálfgefnu upplýsingunum sem birtast heldur getur einfaldlega smellt á vista.

Valkvætt: Hægt að velja Sjálfvalinn kostnaðarstað þegar viðskiptavinurinn er stofnaður. Sá reitur er valkvæður en ef þú sendir oftast/alltaf á sama kostnaðarstað þá mælum við með að þú fyllir hann út. Þú getur bæði leitað eftir númeri eða nafni staðarins.

2. Senda reikning á Reykjavíkurborg eða Hagkaup

Til að senda reikning þá velurðu: Senda reikning

Eftir að kennitala hefur verið skráð þá birtist reiturinn Kostnaðarstaður undir beint fyrir neðan kennitölureitinn.

Bæði er hægt að leita eftir númeri eða nafni kostnaðarstaðar. Þú byrjar bara að skrifa í reitinn og þá birtast þeir kostnaðarstaðir sem eru í boði. Ef þú fylltir úr reitinn Sjálfvalinn kostnaðarstaður þegar þú stofnaðir viðskiptavininn þá kemur sá kostnaðarstaður sjálfvalinn (en það má alveg breyta).

Inn á vef Reykjavíkurborgar er finna skjal með lista yfir helstu stofnanir borgarinnar og GLN kennitölur (kostnaðarstaði) þeirra.

Hér er síðan listi yfir kostnaðarstaði Hagkaups:

Nota GLN fyrir Kostnaðarstað

Þegar kaupendur biðja þig um að innifela GLN (eða EAN) númer fyrir kostnaðarstað á reikningi þá skaltu setja GLN númerið i reitinn Kostnaðarstaður (undir Viðbótarupplýsingar) þegar þú ert að senda reikning, sjá mynd hér að neðan.

Vert er að nefna að íslenskar GLN tölur byrja á 569 og eru 13 tölustafir.

Ekki setja GLN númerið í reitinn XML kennitala móttakanda á Viðskiptavinaspjaldinu, sjá mynd hér að neðan. Í þessum tilvikum á að setja kennitölu móttakanda (viðskiptavinar sem þú ert að senda á) í þann reit.

1 2