fbpx

Búa til skýrslur og hreyfingalista

Þú þarft að vera í greiddri áskrift að Konto til að getað sótt skýrslur og hreyfingalista.

Hreyfingarlisti fyrir ákveðin viðskiptavin

Til að sækja hreyfingarlista fyrir ákveðin viðskiptavin ferð þú í Viðskiptavinir > velur viðkomandi viðskiptavin > Útbúa hreyfingarlista. Þá birtist þér þetta viðmót:

Þú velur síðan það tímabil sem þú vilt útbúa hreyfingarlista fyrir og annað hvort opnar skrána strax (hleður henni niður) eða sendir hana á það netfang sem þú vilt.

Skýrslur (hreyfingarlistar) fyrir sölu og/eða kostnað

Til að útbúa skýrslu fyrir sölu og/eða kostnað fyrir ákveðið tímabil þá velur þú Aðgerðir og umsjón > Skýrslur. Þá birtist þér þetta viðmót:

Hérna hefur þú val um nokkrar tegundir af skýrslum.

PDF skýrsla og VSK skýrsla eru báðar útbúnar sem PDF skrár. Þegar þær eru valdar er aðeins hægt að senda þær á netfang þar sem það tekur smá stund fyrir bakvinnslu að taka saman upplýsingarnar og útbúa skrána.

Aðrar skýrslur, þ.e. csv og excel, er hægt að sækja strax. Ef þú ætlar að vinna með skýrsluna þá mælum við með að sækja Excel workbook. Ef þú vilt hafa skýrsluna einfalda og þarft bara upplýsingar um sölu þá skalt aðeins haka við Sölu- og kreditreikninga.

Ef þú hefur áhuga á að greina söluna nánar er hægt að virkja viðbótina Sölugreining. Með henni bætist við reitur fyrir kostnaðarverð vöru og möguleiki á að reikna framlegð. Sjá Stillingar – Sölugreining.

Fá senda reikninga frá Konto

Þegar einhver er að óska eftir því að Konto Aðstoð sendi þeim reikninga frá Konto. Þegar um er að ræða notandann sjálfan, þá bendum við viðkomandi á að fara í Stillingar og velja þar SMELLTU HÉR TIL AÐ SÆKJA ALLA REIKNINGA TIL ÞÍN FRÁ KONTO.

Ef um er að ræða bókara eða aðra sem eru að aðstoða notendur með bókhaldið, þá verður að senda Konto staðfestingu á umboði á support@konto.is EÐA nýta sér Umboðsaðila lausnina í Konto (ókeypis fyrir bókara) – skrá sig sem umboðsaðila og fá notanda til að veita þeim umboð. Með þetta umboð geta bókarar auðveldlega skráð sig inn sem viðkomandi notandi og bæði sótt og skráð þær upplýsingar sem þarf fyrir bókhaldið.

Vill benda þér á að Konto býður upp á ókeypis bókaraaðgang þar sem þú getur haft aðgang að mörgum Konto notendum og flett á milli þeirra með einum músarsmelli. Nánari upplýsingar hér: https://einfalt.konto.is/umbod

Viltu fá rafræna xml reikninga frá Konto, fyrir Konto áskrift?

Ef þú vilt að Konto sendi þér XML reikninga á skeytamiðil í staðinn fyrir PDF á netfang getur þú valið Stillingar > Stillingar fyrir móttöku reikninga.

Þar inni stillir þú svo XML sem móttöku máti og vistar upplýsingar.

Ef þú vilt nýta þér Kostnaðarstaði – þeir einfalda þér að bóka kostnaðinn sjálfvirkt. Ef þú ert með skráða kostnaðarstaði þá þurfa notendur Konto, sem senda þér reikning, að velja kostnaðarstað gildi sem er svo skráð á reikninginn.

Keyra inn einfalda söluskýrslu í DK

ATH um er að ræða einfalda söluskýrslu sem birtir alla sölu á reikningi í einni línu í skýrslu. Aðeins er því hægt að skrá alla söluna samkvæmt viðkomandi reikningi á eitt vörunúmer í DK. Allur reikningurinn þarf að vera í sama vsk flokki (24%, 11% eða 0%).

LEIÐBEININGAR

Til að færa inn upplýsingar um sölureikninga úr Konto í DK þá þarf að byrja á því að sækja söluskýrslu í Konto. Það er gert undir Aðgerðir og umsjón – Skýrslur.

Mælum með að velja úttakið “Excel fyrir DK bókhald” og hlaða skránni niður (með því að velja “Opna skrá strax“).

Svo þarf að opna skrána í Excel og vista hana sem csv.

Í DK þarf að velja: DK Sölureikningar – Vinnslur – Innlestur sölureikninga – CSV innlestur sölureikninga.

Því næst þarf að velja csv skrána með því að smella á “Velja slóð”.

  1. Haka CSV skráin er með dálkafyrirsagnir í fyrstu röð
  2. Haka við sölureikningar.
  3. Setja rétta dagsetningu (yfirleitt síðasti dagur viðkomandi mánaðar sem verið er að sækja).
  4. Fylla út númer fyrir sölumann
  5. Ef einingarverð er með vsk. þá haka við það.

Varðandi röð og virkni dálkna: Eingöngu hafa hakað við þá liði sem á að nota í samræmi við skýrsluna úr Konto. Við mælum með að haka í: Skuldunautar, Tilvísun, Vörunúmer, Magn, Einingaverð, Skýringartexti1, Skýringartexti2, Vörulýsing 2, Reikningsnúmer, Gjaldmiðill, Vörulýsing.

Ef skuldunautur er ekki til í DK þá kemur villa. Stofna þá nýja skuldunauta og byrja aftur að sækja skrána. Skráin uppfærist ef hún er villulaus.

Þegar innlestri er lokið þá þarf að prenta sölureikninga, hægt að velja að sendist ekki á prentara.

Ef notuð er söludagbók þá þarf að uppfæra hana (þægilegt að nota söludagbók og fá mánaðarsölu í einni tölu inn í DK).

Veita bókara (þriðja aðila) aðgang að þínu notanda

Notendur þurfa að vera í FRÆ áskriftarleiðinni (eða stærri) til þess að veita öðrum umboð.

–> Ef þú fékkst boð um að tengjast frá umboðsaðila/bókara (og þú vilt tengjast) verður þú fyrst að smella á hlekkinn í tölvupóstskilaboðunum til að samþykkja boð um tengingu. Nýir notendur sem koma inn eftir boð frá umboðsaðila fá einn mánuð frítt til að prófa.

Umboðsaðilar geta skoðað og skráð viðskiptavini, vörulista, reikninga, kostnaðarskráningu og skýrslur.

Fullkomið fyrir bókara og aðra aðila sem þú vilt að geta haft aðgang að reikningakerfinu þínu. 

Bókarar geta skráð sig frítt á Konto og sent þér boð um tengingu. Þú getur einnig sent þeim boð (á þeirra netfang) og bentu þeim þá að skrá sig í Konto. Bentu þeim þá einnig á þennan hlekk: hvernig eigi að gerast umboðsaðili.

Virkja aðgang sem bókari (umboðsaðili)

Notendur Konto geta nú veitt þriðja aðila aðgang að Konto reikningakerfinu.

Lausnin er ókeypis fyrir umboðsaðila (aðgengileg sem viðbót í Grunnur áskriftarleiðinni).

Umboðsaðilar geta verið með einn aðgang fyrir marga viðskiptavini (tengda aðila). Einfaldlega hoppaðu á milli notenda til að skoð reikninga, kostnaðarskráningu og skýrslur, auk þess að stofna reikninga, viðskiptavini, vörur og skrá kostnað. 

Fullkomið fyrir bókara og aðra aðila sem geta haft aðgang að reikningakerfinu hjá mörgum aðilum í gegnum einn einfaldan aðgang.

Sem skráður umboðsaðili getur þú sent boð um að tengjast á netföng. Ef viðkomandi er ekki notandi eða ekki í greiddri áskrift, þá fær viðkomandi að prófa ókeypist í einn mánuð.

Notendur geta einnig valið að senda boð um að tengjast á umboðsaðila með sambærilegum hætti. Umboðsaðili fær boð um tengingu með tölvupósti og virkjar tengingu með því að smella á hlekkinn í tölvupóstinum til að samþykkja boðið. Eftir að tengingin er komin á, birtist viðkomandi notandi í ljósbláu stikunni til vinstri. Smelltu á notandann til að innskrá þig sem þessi notandi. Hafðu músarbendilinn fyrir ofan til að sjá fullt nafn.