Veita þriðja aðila aðgang

Notendur þurfa að vera í FRÆ áskriftarleiðinni (eða stærri) til þess að veita öðrum umboð.

–> Ef þú fékkst boð um að tengjast frá umboðsaðila/bókara (og þú vilt tengjast) verður þú fyrst að smella á hlekkinn í tölvupóstskilaboðunum til að samþykkja boð um tengingu. Nýir notendur sem koma inn eftir boð frá umboðsaðila fá einn mánuð frítt til að prófa.

Umboðsaðilar geta skoðað og skráð viðskiptavini, vörulista, reikninga, kostnaðarskráningu og skýrslur.

Fullkomið fyrir bókara og aðra aðila sem þú vilt að geta haft aðgang að reikningakerfinu þínu. 

Bókarar geta skráð sig frítt á Konto og sent þér boð um tengingu. Þú getur einnig sent þeim boð (á þeirra netfang) og bentu þeim þá að skrá sig í Konto. Bentu þeim þá einnig á þennan hlekk: hvernig eigi að gerast umboðsaðili.

Gerast umboðsaðili

Notendur Konto geta nú veitt þriðja aðila aðgang að Konto reikningakerfinu.

Lausnin er ókeypis fyrir umboðsaðila (aðgengileg sem viðbót í Grunnur áskriftarleiðinni).

Umboðsaðilar geta verið með einn aðgang fyrir marga viðskiptavini (tengda aðila). Einfaldlega hoppaðu á milli notenda til að skoð reikninga, kostnaðarskráningu og skýrslur, auk þess að stofna reikninga, viðskiptavini, vörur og skrá kostnað. 

Fullkomið fyrir bókara og aðra aðila sem geta haft aðgang að reikningakerfinu hjá mörgum aðilum í gegnum einn einfaldan aðgang.

Sem skráður umboðsaðili getur þú sent boð um að tengjast á netföng. Ef viðkomandi er ekki notandi eða ekki í greiddri áskrift, þá fær viðkomandi að prófa ókeypist í einn mánuð.

Notendur geta einnig valið að senda boð um að tengjast á umboðsaðila með sambærilegum hætti. Umboðsaðili fær boð um tengingu með tölvupósti og virkjar tengingu með því að smella á hlekkinn í tölvupóstinum til að samþykkja boðið. Eftir að tengingin er komin á, birtist viðkomandi notandi í ljósbláu stikunni til vinstri. Smelltu á notandann til að innskrá þig sem þessi notandi. Hafðu músarbendilinn fyrir ofan til að sjá fullt nafn.

Gerast bókari á Konto

Þú getur einnig valið að selja þína bókhalds- og launaþjónustu á konto.is

Notendur geta valið að kaupa bókhaldsþjónustu með eða án Launaþjónustu.

Konto keyrir sjálfkrafa út áskriftarreikninga til að hjálpa þér að rukka fyrir þjónustu og stofnar alla aðila sem Viðskiptavinir hjá þér. Einfalt að skrá inn á konto.is sem tengdur viðskiptavinur.