fbpx

Reikningur enn merktur ógreiddur

Ef reikningur hefur verið greiddur en er ennþá merktur sem ógreiddur í Konto þá eru almennt tvær ástæður fyrir því:

  1. Reikningurinn var greiddur með millifærslu: Ef reikningur er greiddur með millifærslu þá þarft þú sjálf(ur) að merkja reikninginn sem greiddur reikningur í Konto. Það gerir þú með að fara í Yfirlit reikningar – velja viðkomandi reikning – Merkja sem greiddur reikningur.
  2. Reikningur í netbanka (krafa) var greiddur: Þegar reikningur í netbanka er greiddur þá uppfærist staðan reiknings sjálfkrafa í Konto í Greiddur reikningur, en stundum líða nokkrar klukkustundir þangað til staðan uppfærist. Bankarnir munu vonandi bjóða upp á rauntímauppfærslu á greiðslustöðu fyrir árslok 2024.

Ef að valin greiðsluleið er greiðsluhlekkur (kortagreiðsla) þá uppfærist staða reiknings í Konto í greiddur reikningur nánast samtímis og reikningurinn er greiddur.

Reikningar eru ekki sjálfkrafa merktir sem greiddir ef greitt er með millifærslu, PayPal eða Bitcoin.

Hvað geri ég ef að ég sendi reikning í netbanka (kröfu) en viðskiptavinur minn greiddi með millifærslu?

Ef greitt er með millifærslu framhjá kerfinu (reikningur í netbanka ekki greiddur), þá verður þú að merkja reikninginn sjálf(ur) sem greiddur í Konto. Þá fellir kerfið sjálfkrafa niður fyrir þig reikning í netbanka (kröfu). að fella niður kröfuna og merkja reikning handvirkt sem greiddur.

Bankatenging – þarf að hafa samband við bankann?

Notendur eru að spurja út í bankatengingu, Konto kröfur eða kröfustofnun og hvort viðkomandi þurfi eitthvað að vera í samskiptum við bankann sinn eða Arionbanka til þess að virkja tengingu á þeirra Konto notanda við bankann í þeim tilgangi að birta reikninga frá sér í netbanka og banka öppum hjá greiðanda.

Til að einfalda allt ferlið þá fórum við þá leið að semja við Arion um að eina bankatengingu fyrir okkar viðskiptavini sem gerir þeim kleift að stofna kröfur (sem birtast greiðanda í hvaða netbanka/bankappi sem er).  

  • Áður þurfti að fara í bankann og ganga frá innheimtusamningi og síðan slá inn netbankaupplýsingar inn í Konto til að virkja tenginguna. Þetta var tímafrekt og vafðist fyrir mörgum. 


Núna virkjast bankatenging um leið og samningur við okkur um heimild til að stofna kröfur í þínu nafni er undirritaður rafrænt 🙂 

Þú þarft ekki að vera í neinu sambandi við þinn viðskiptabanka vegna þessa og þetta býr ekki til nýtt viðskiptasamband við Arion.

  • Erum bara að nota bankatengingu Arion til að stofna kröfu í svokölluðum kröfupotti Reikningsstofu bankanna (sem aðeins bankarnir hafa beinan aðgang að). Við kaupum því kröfur af Arion og seljum okkar viðskiptavinum. 
  • Þú getur fengið kröfur greiddar inn á hvaða reikning sem þú vilt óháð viðskiptabanka. 
  • Ef þú vilt skoða kröfurnar sjálfar í netbanka (sem fæstir þurfa að gera) þá eru þær aðeins sýnilegar kröfuhafa í netbanka Arion (þar sem kröfurnar er stofnuð í gegnum þá). 


Vona að þetta sé skýrt. Gangi þér vel!

Stöðva innheimtuferli

Þegar notandi hefur vill taka til baka innheimtuferli sem er nú þegar sett af stað eða vill breyta innheimtukostnaði.

Til þess að stöðva innheimtuferli ferðu í yfirlit reikninga og velur reikninginn sem er í innheimtu.

Þar getur þú valið úr lista af aðgerðum, hefur þar valmöguleika um að stöðvainnheimtuferlið alveg eða breyta innheimtu kostnaðinum.

Ef þú velur að breyta áföllum getur þú valið hvaða tölu sem er í þennan glugga

Ef þú vilt ekki að reikningar sem þú sendir á þennan aðila fari í sjálfkrafa innheimtuferli, getur þú valið að bæta viðkomandi á listann yfir undanskildir viðskiptavinir undir Innheimtuþjónustan mín.

Að stofna kröfu

Kröfur birtast greiðendum sem ógreiddur reikningur í þeirra netbanka og banka appi.

Þú getur valið að stofna kröfu á sama tíma og þú gefur út reikning. Þú einfaldlega hakar í reitinn Kröfustofnun í síðasta skrefinu áður en þú sendir reikninginn.

Ef þú vilt alltaf stofna kröfu við útgáfu reiknings hjá ákveðnum viðskiptavini þá ferðu í Viðskiptavinir og velur þar viðkomandi viðskiptavin. Neðst á viðskiptavinasíðunni þarftu síðan að haka í reitinn Kröfustofnun og smella á vista.

Í kjölfarið er alltaf sjálfkrafa hakað við Kröfustofnun í reikningaforminu þegar þú ert að útbúa reikning fyrir viðkomandi viðskiptavin. Þú getur valið að af-haka reitinn í reikningaforminu þegar þú ert að útbúa reikning ef þú vilt ekki senda kröfu með ákveðnum reikningi.

ATH áður en þú getur hafist handa við að stofna kröfur í netbanka samhliða útgáfu reiknings þá þarftu fyrst að virkja kröfustofnun

Að virkja kröfustofnun

Áður en þú getur hafist handa við að stofna kröfur í netbanka við útgáfu reiknings þá þarftu fyrst að virkja kröfustofnun undir Stillingar og velja að virkja kröfustofnunn.

Í kjölfarið sendir Konto tölvupóst á þig og með hlekk til að klára undirritunarferlið rafrænt.
Mælum einnig með að þú virkir innheimtuþjónustu svo þú fáir alveg örugglega greitt.

Sjá hvernig þú átt að stofna kröfu við útgáfu reiknings