Byrjandi
Bankatenging – þarf að hafa samband við bankann?
Notendur eru að spurja út í bankatengingu, Konto kröfur eða kröfustofnun og hvort viðkomandi þurfi eitthvað að vera í samskiptum við bankann sinn eða Arionbanka til þess að virkja tengingu á þeirra Konto notanda við bankann í þeim tilgangi að birta reikninga frá sér í netbanka og banka öppum hjá greiðanda.
Til að einfalda allt ferlið þá fórum við þá leið að semja við Arion um að eina bankatengingu fyrir okkar viðskiptavini sem gerir þeim kleift að stofna kröfur (sem birtast greiðanda í hvaða netbanka/bankappi sem er).
- Áður þurfti að fara í bankann og ganga frá innheimtusamningi og síðan slá inn netbankaupplýsingar inn í Konto til að virkja tenginguna. Þetta var tímafrekt og vafðist fyrir mörgum.
Núna virkjast bankatenging um leið og samningur við okkur um heimild til að stofna kröfur í þínu nafni er undirritaður rafrænt 🙂
Þú þarft ekki að vera í neinu sambandi við þinn viðskiptabanka vegna þessa og þetta býr ekki til nýtt viðskiptasamband við Arion.
- Erum bara að nota bankatengingu Arion til að stofna kröfu í svokölluðum kröfupotti Reikningsstofu bankanna (sem aðeins bankarnir hafa beinan aðgang að). Við kaupum því kröfur af Arion og seljum okkar viðskiptavinum.
- Þú getur fengið kröfur greiddar inn á hvaða reikning sem þú vilt óháð viðskiptabanka.
- Ef þú vilt skoða kröfurnar sjálfar í netbanka (sem fæstir þurfa að gera) þá eru þær aðeins sýnilegar kröfuhafa í netbanka Arion (þar sem kröfurnar er stofnuð í gegnum þá).
Vona að þetta sé skýrt. Gangi þér vel!
Allir reikningar horfnir af aðganginum, hvað get ég gert?
Líklegast tengist þetta því að þú sért að skrá þig óvart uppá nýtt eða inn á annann notanda á konto.is
Ef þú hefur ekki notað rafrænskilríki áður getur þú ekki skráð þig inn með símanúmeri nema að hafa tengt aðganginn þinn við símanúmer.
Þú getur skráð þig inn með netfangi og lykilorði. Ef þú hefur ekki lykilorð eða hefur gleymt því getur þú farið í gegnum gleymt lykilorð ferlið.
Þegar þú hefur skráð þig inn getur þú farið í stillingar > lykilorð og rafræn skilríki > valið að tengja skilríki.
Hvernig á að framkvæma aðgerðir og skoða sögu í yfitliti reiknings.
Með því að smella á viðkomandi reikning í Yfirlit reikninga færð upp yfirlit yfir þær aðgerðir sem þú getur framkvæmt ásamt sögu reiknings.
Vinstra megin á skjánum koma fram allar aðgerðir sem þú getur framkvæmt vegna viðkomandi reiknings fyrir neðan það á skjánum kemur fram saga reiknings og hæramegin kemur PDF mynd af reikningnum.
UM AÐGERÐIR REIKNINGS
Almennar aðgerðir:
- Senda Aftur: Smelltu hér til að senda reikninginn aftur sem viðhengi með tölvupósti.
- Skoða kröfu: Smelltu hér til að skoða upplýsingar um kröfuna.
- Útbúa nýjan reikning sem er eins og þessi: Smelltu hér til að útbúa annan alveg eins reikning.
- Merkja reikning sem greiddur reikningur: Smelltu hér ef þú vilt merkja reikning sem greiddan. Ef að reikningur var sendur í netbanka (krafa) þá er krafan sjálfkrafa felld niður. Ef að innheimtuferli í Konto er komið af stað þá er það einnig sjálfkrafa stöðvað.
- Fella niður reikning (útbúa kreditreikning): Smelltu hér ef þú vilt fella reikninginn alfarið niður (bakfæra hann í heild sinni) eða ef þú vilt kreditfæra hann að hluta (s.s. ef að hluta af vöru er skilað).
- Leiðrétta reikning: Smelltu hér ef að þú vilt leiðrétta reikning t.d. það vantaði upplýsingar eða vörur á reikninginn eða ef hann var sendur á rangan aðila.
Aðgerðir vegna reiknings í netbanka (kröfu)
- Breyta eindaga á kröfu: Smelltu hér ef þú vilt færa eindaga á kröfu fram í tímann. Eindagi stýrir því hvenær dráttarvextir byrja að reiknast.
- Fella niður kröfu: Smelltu hér ef þú vilt fella niður kröfu (reikning í netbanka). Þetta á t.d. við ef að þú sendir reikning í netbanka en svo greiddi viðskiptavinur þér með millifærslu. Ef að innheimtuferli í Konto er farið af stað þá er það sjálfvirkt stöðvað þegar að krafa er felld niður.
Aðgerðir vegna innheimtu
- Stöðva innheimtuferli: Smelltu hér ef að þú vilt stöðva innheimtuferli. Frekari innheimtubréf þá ekki send en allur álagður kostnaður og dráttarvextir haldast inni. Krafan heldur síðan áfram að safna dráttarvöxtum þangað til hún er greidd.
- Breyta áföllnum innheimtukostnaði: Smelltu hér ef þú vilt lækka álagðan innheimtukostnað. Við það stöðvast innheimtuferlið en dráttarvextir haldast óbreyttir. Krafan heldur síðan áfram að safna dráttarvöxtum þangað til hún er greidd.
UM SÖGU REIKNINGS
Í sögu reiknings kemur fram í tímaröð allar aðgerðir vegna viðkomandi reiknings. Fyrsta færslan er alltaf hvenær reikningurinn var gefinn út (stofnaður og sendur).
Ef að reikningurinn var sendur á tölvupósti þá kemur fram hvenær hann var móttekinn og hvenær hann var opnaður. Ef ekki tekst að afhenda tölvupóst, t.d. ef innsláttarvilla var í netfangi, þá bæði kemur það fram í sögu reiknings og við sendum þér tölvupóst til að láta þig vita.
Ef að reikningur var sendur sem XML (rafrænn reikningur) þá kemur fram hvenær hann var móttekinn af þjónustuaðila (skeytamiðli). Ef að reikningum er hafnað af skeytamiðlara, t.d. ef að móttakandi getur ekki tekið á móti XML reikningum, þá kemur það bæði fram í sögunni og við sendum þér tölvupóst til að láta þig vita.
Ef að þú nýtir þér innheimtuþjónustu Konto (þín eigin innheimtuþjónusta þar sem innheimtubréf sendast í þínu nafni og þú færð innheimtukostnaðinn greiddan til þín) þá kemur fram í sögu reikning hvenær innheimtubréf voru send á netfang viðskiptavinar. Ef hann opnar tölvupóstinn þá kemur það einnig fram í sögu reiknings.
Þegar reikningur í netbanka (krafa) er greiddur af viðskiptavini þínum þá bætist við færsla um það í sögu reiknings og reikningurinn fær stöðuna greiddur.
Neðst í sögunni er plús hnappur sem þú getur ýtt á til að bæta sjálf(ur) við færslu í sögu reiknings. Sem dæmi ef að viðskiptavinur biður um greiðslufrest þá getur þú ýtt á hnappinn og fært inn “Jón hafði samband og bað mig um að 7 daga greiðslufrest”.
Hvernig nýskrái ég mig inná Konto?
Nýskráning er mjög einföld, þú velur að “skrá þig frítt” upp í hægra horninu svo slærðu inn símanúmerið þitt og færð skilaboð í símann.
Að því loknu slærðu inn uppáhalds netfangið þitt, ásamt kennitölu. (kennitölu fyrirtækis ef þú ert að stofna aðgang fyrir fyrirtæki). Klárar svo þetta skref með því að samþykkja skilmála okkar.
Í næsta glugga er útfyllt sjálfkrafa nafn, kennitala og heimilisfang, svo eina sem þarf að gera er að fylla útí bankaupplýsingarnar.
Að lokum færðu svo val um hvort þú viljir virkja bankatenginu og innheimtuþjónustu. Við mælum með að virkja báðar viðbætur svo þú einfaldir fyrir kúnnum þínum að greiða og að þú fáir greitt á réttum tíma.
Núna hefur þú búið til aðgang hjá Konto!
Yfirlit yfir þínar reikningsupplýsingar.
Fyrsta skrefið eftir nýskráningu felst í því að skrá upplýsingar um þann sem kemur til með að gefa út reikningana – hvort sem það er fyrirtæki eða einstaklingur. Útgefinn reikningur verður merktur útgefanda með vörumerki (e. logo) og öllum tilheyrandi upplýsingum. Með því að smella á spurningarmerki (e. icon) er hægt að fá nánari lýsingu á öllum reitum í þessu skráningarformi.
Að skrá viðskiptavin
Þegar þú ert að gefa út reikning, þá er einhver kaupandi (viðskiptavinur). Konto er með viðskiptavinaspjöld þar sem upplýsingar um viðskiptavini eru skráðar, þ. m.t. hvernig viðkomandi vill móttaka reikninga (t.d. sem PDF á tölvupósti eða sem XML skeyti). Einnig er hægt að skrá upplýsingar um m.a. viðskiptaskilmála, og velja tungumál, gjaldmiðill og greiðslufrest.
Að skrá vöru
Þegar þú ert að gefa út reikning þá verður að vera einhver vara í vörulínu reiknings. Mögulegt er að skilgreina nýjar vörur þegar reikningur er útbúinn. Einnig er hægt að skrá vörur á vörulista. Fyrir þínar vörur skráir þú lýsingu, mælieiningu, VSK flokk og verð með/án VSK. Í vörulistanum er auðvelt að uppfæra vörur og afvirkja þær sem ekki eiga að birtast í vallista þegar verið er að útbúa nýjan reikning.
Að útbúa reikning frá grunni.
Svona býrðu til þinn fyrsta reikning.
1. Velur að senda reikning og býrð til viðskiptavin.
2. Lætur inn kennitölu viðskiptavinar og smellir á sækja í þjóðskrá (flestar upplýsingar útfyllast sjálfkrafa)
Skráir netfang, velur greiðslufrest á reikningum (gjalddaga/eindaga) og hvernig þú vilt senda reikninga á þennan viðskiptavin. Velur svo að vista.
3. Býrð til vöru með upphæðinni sem þú ætlar að láta á reikninginn og skoðar hvort þú viljir bæta einhverju í viðbótarupplýsingar og velur svo að “yfirfara og senda”.
4. Að lokum skoðar þú reikninginn og velur svo að senda.
Yfirlit reikninga?
Sýnir yfirlit yfir þína vistaða og útgefnu reikninga. Þegar einn reikningur úr yfirlitinu er valinn birtist listi yfir mögulegar aðgerðir. Notendur geta valið að:
- Sækja reikninginn sem PDF
- Senda reikninginn aftur
- Útbúa nýjan reikning sem er eins og þessi
- Merkja reikning sem greiddur reikningur
- Fella niður reikning (útbúa kreditreikning)
- Leiðrétta reikninginn (útbúa kreditreikning og senda nýjan reikning)
- Stofna kröfu fyrir reikninginn
Ef krafa var stofnuð við útgáfu reiknings þá birtast einnig eftirfarandi möguleikar:
- Breyta eindaga á kröfu
- Fella niður kröfu/greiðsluseðil
Ef innheimtu þjónusta er virk birtast einnig eftirfarandi möguleikar:
- Stöðva innheimtuferli
- Breyta áföllum á innheimtukostnaði
Að virkja kröfustofnun
Áður en þú getur hafist handa við að stofna kröfur í netbanka við útgáfu reiknings þá þarftu fyrst að virkja kröfustofnun undir Stillingar og smella á Senda reikning í netbanka (kröfustofnun).
Þá opnast síðan hér fyrir neðan. Þar hefur þú val um að virkja aðeins bankateningu eða einnig á sama tíma virkja þína eigin innheimtuþjónustu (mælum með því). Smellir síðan á Já, takk!
Þá áttu aðeins eftir að undirrita rafrænt samning um bankatenginguna. Þú getur annað hvort smellt á Undirrita í upplýsingarborða sem birtist á stjórnborðinu þínu.
Eða þú getur smellt á undirritunarhlekk sem við sendum þér í tölvupósti.
Í kjölfarið opnast vefsíða Dokobit þar sem þú getur undirritað samninginn rafrænt. Eftir undirritun er ferlinu lokið og nokkrum sekúndum síðar aftur konto.is.
Sjá hvernig þú átt að stofna kröfu við útgáfu reiknings