Allt
Bókhaldskerfi DK tengt við Konto – Leiðbeiningar fyrir bókara
🔛 Uppsetning Konto í DK
Með DK-Konto tengingunni getur bókari sótt bæði sölu og kostnað úr Konto og bókað hann í dk án óþarfa innsláttar og handavinnu.
Til þess að tengja kerfin saman þarf að nálgast notendanafn og API lykil fyrir Konto notanda.
Ath tengingin er aðeins í boði fyrir Konto notendur í greiddri áskrift.
Ef bókari er með ókeypis bókararaaðgang að Konto (og viðkomandi Konto notandi hefur veitt honum aðgang) þá getur hann sjálfur nálgast þessar upplýsingar (sjá nánar hér um ókeypis bókaraaðgang og stjórnborð bókara í Konto). Annars þarf bókari að fá upplýsingarnar frá viðskiptavini sínum (Konto notanda).
Í Konto velur þú Stillingar > Vefþjónusta.

Þá opnast gluggi þar sem þú sérð NOTANDI og API LYKILL.

Í DK velur þú síðan Almennt > Umsjón > Konto tenging uppsetning

Þá opnast glugginn hér að ofan í DK með nokkrum reitum sem þarf að fylla út í til að stilla tenginguna. Þetta þarf bara að gera einu sinni.
Vefþjónusta
- API lykill: Sótt í Konto – eins og sýnt er hér að ofan.
- Notendanafn: Sótt í Konto – eins og sýnt er hér að ofan.
- Vefslóð(URL) Vefslóðin https://konto.is/api/v1/ kemur sjálfkrafa inn.
Reikningar
- Bókhaldslykill 0% VSK: Veljið bókhaldslykil fyrir sölu með 0% vsk.
- Bókhaldslykill 11% VSK: Veljið bókhaldslykil fyrir sölu með 11% vsk.
- Bókhaldslykill 24% VSK: Veljið bókhaldslykil fyrir sölu með 24% vsk.
- Afrúningur: Veljið bókhaldslykil fyrir aurajöfnun.
Ath þessir lyklar koma sjálfkrafa inn þegar sala er sótt í Konto, en það er alltaf hægt að breyta lykil á viðkomandi færslu áður en bókað er. Best er því að setja inn algengustu lyklana sem geta átt við.
Fylgiskjalanúmer
- Almennt fylgiskjalsnúmer: Veldu þetta ef þú vilt ákveða hvert fylgiskjalanúmerið á að vera í hvert skipti sem þú sækir reikninga úr Konto.
- Sér fylgiskjalssería: Veldu þetta ef þú vilt að salan úr Konto fylgi sérstakri hlaupandi númeraröð. Þá tilgreinir þú hér á hvaða númeri fylgiskjalaserían á að byrja, t.d. K-0001.
📥 Innlestur sölureikninga í dagbók
Þegar búið er að tengja notanda í DK við Konto, er hægt að sækja alla reikninga (sölu- og kreditreikninga) sem hafa verið gefnir út í Konto og lesa þá inn í Dagbók undir Fjárhagur í DK.
Þessi leið var valin til að einfalda ferlið og fækka handtökum bókara. Enda er engin ástæða til að stofna sölureikning úr Konto aftur í DK. Allar færslu í dk vísa í númer reiknings í Konto.
Eftir að tenginu hefur verið komið á birtast upplýsingar um Stöðu í bókhaldií Yfirlit reikninga í Konto. Þegar reikningur er gefinn út fær hann stöðuna Stofnaðog þegar búið er að lesa hann inn í DK færi hann stöðuna Bókaður.
Ath staða í bókhaldi birtist aðeins hjá þeim Konto notendum sem hafa veitt bókara aðgang.

Til að lesa inn reikninga í DK velur þú Fjárhagur > Dagbók > F5 Valmynd > Ná í reikninga frá Konto

Þá færðu upp glugga þar sem þú getur valið það tímabil sem þú vilt sækja. Sóttir eru þá allir reikningar með útgáfudag innan þess tímabils. Einnig eru sóttir alla reikningar sem voru gefnir út á tímabilinu en með útgáfudag aftur í tímann, en það er gert svo allir útgefnir reikningar í Konto skili sér örugglega inn í DK.

Þegar tímabil hefur verið valið þarf að F12 Staðfesta og fer þá af stað vinnsla til að sækja reikningana í Konto. Aðeins eru sóttir reikningar á völdu tímabili sem eru með stöðuna Stofnaðir, en reikningar sem hafa verið sóttir áður, og eru því með stöðuna Bókaðí Konto er sleppt.

Ef reikningur var gefinn út á völdu tímabili, en með útgáfudag utan bókhaldstímabils (aftur í tímann) þá er hann ekki sóttur. Í niðurstöðuglugganum í DK kemur þá fram skýrlega fram númer reiknings sem var ekki sóttur og skýringin utan bókhaldstímabils. Reikningurinn fær þá stöðuna Slepptí Konto.
Hérna er verið að koma í veg fyrir að reikningar sem eru gefnir út aftur í tímann með útgáfudag t.d. á síðastliðnu ári séu óvart bókaðir. Bókari þarf í slíkum tilvikum að ákveða hvernig reikningurinn skuli meðhöndlaður, t.d. með kreditreikningi ef útgáfudagur var rangur (mistök hjá notanda).

📥 Innlestur kostnaðarreikninga
Þetta ferli er næstum alveg eins og það ferli sem lýst er hér að ofan fyrir innlestur sölureikninga.
Til að lesa inn kostnaðarreikninga í DK velur þú Lánadrottnar > Skrá reikninga> F5 Valmynd > Ná í reikninga frá Konto

Þá færðu upp glugga þar sem þú getur valið það tímabil sem þú vilt sækja. Sóttir eru þá allir kostnaðarreikningar með útgáfudag innan þess tímabils. Einnig eru sóttir alla kostnaðarreikningar sem voru skráðir á tímabilinu en með útgáfudag aftur í tímann, en það er gert svo allir kostnaðarreikningar úr Konto skili sér örugglega inn í DK.

Þegar tímabil hefur verið valið þarf að velja F12 Staðfesta og fer þá af stað vinnsla til að sækja kostnaðarreikningana í Konto. Aðeins eru sóttir reikningar á völdu tímabili sem eru með stöðuna Stofnaðir, en reikningar sem hafa verið sóttir áður, og eru því með stöðuna Bókaðí Konto er sleppt.
Allir kostnaðarreikningar (PDF og myndir) eru þá sóttir og vistaðir í möppuna sem þú valdir fyrir innlestur kostnaðarreikninga. Ef þú ert ekki búinn að setja upp innlestur kostnaðarreikninga í DK fyrir OCR innlestur á reikningum þá eru leiðbeiningar fyrir það hér.
Til að lesa kostnaðarreikningana síðan inn í DK þá velur þú Lánadrottnar > Skrá reikninga > F5 Valmynd > Innlestur kostnaðarreikninga (*)

Við þetta opnast viðmótið Lesa inn kostnaðarreikninga út frá skjölum.
Það eru tvær leiðir til að skrá kostnaðarreikning út frá skjölum: Skrá lánadrottnareikning (sjálfvalið) og Skrá í fjárhagsdagbók. Sjá umfjöllun um það aðeins neðar í þessum leiðbeiningum.
OCR Lesarinn í DK reynir þá að grípa kennitölu seljanda, reikningsnúmer, eindaga, upphæð og gjaldmiðil. Þú ferð síðan yfir hvort að þessar upplýsingar séu rétt og bætir við því sem vantar.

Þegar þú ert búin að yfirfara skráningu þá velurðu F12 Uppfæra.
Reikning eða fjárhagsdagbok
Það eru tvær leiðir til að skrá kostnaðarreikning út frá skjölum: Skrá lánadrottnareikning og Skrá í fjárhagsdagbók
Ef þú velur Skrá lánadrottnareikning þá fer eftir innlestur inn í Óbókaðir reikningar lánadrottin. Þú getur þá opnað skráninguna.

Til þess að bóka reikninginn ferðu í F5 Valmynd og Bóka reikninga Þú getur vissulega bókað marga reikninga í einu.

– TIL HAMINGJU – NÚNA VEISTU ALLT UM INNLESTUR ÚR KONTO YFIR Í DK! –
BÓNUS EFNI: Sjálfgefinn bókhaldslykill á Lánadrottinn fyrir kostnaðarreikninga
Til að fækka skrefum við bókun kostnaðarreikninga enn frekar er hægt að skrá gildi í Gjaldalykill í flipann Innkaup á Lánadrottinn.
Ef það er gildi í þessum reit, þá er það gildi alltaf skráð þegar reikningur berst frá Lánadrottni.
Þú getur skráð einn Gjaldalykil fyrir hvern vsk flokk 24%, 11% og 0%. Þessir lyklar koma þá inn næst þegar þú lest inn kostnaðarreikning frá þessum lánadrottni í viðmótinu. En þú getur að sjálfsögðu alltaf breytt lykilinum þegar þú bókar reikninginn.
Tekið skal fram að skjálfvirkt val á lykli á aðeins við um heildarfjárhæð reiknings en ekki niður á línu. Algengast er því að skrá aðeins einn lykil per lánadrottinn.

Sækja kostnaðareikninga í Konto
Til að sækja kostnaðarreikninga í Konto er farið í Kostnaðarskráning. Svo er valið viðkomandi tímabil, hakað í velja alla og smellt á sækja öll gögn.

Þá hleðst niður .zip skrá með öllum kostnaðarreikningum.
Sjá hérna leiðbeiningar fyrir innlestur kostnaðarreikninga í DK.
Innlestur kostnaðareikninga í DK
1. Fyrst athuga almennar stillingar:
Almennt > Fyrirtæki > Almennar stillingar > Haka við Vista tengdar skrár í gagnagrunn og velja flytja tengdar skrá yfir í gagnagrunn > F12 Staðfesta > F12 Staðfesta

2. Vista kostnaðarreikninga fyrir viðskiptavin í möppu og velja möppuna inn í DK
Þú þarft að byrja á því að búa til möppu í tölvunni hjá þér þar sem þú vistar kostnaðareikninga fyrir viðkomandi viðskiptavin. Gott er að hafa möppuna á sameignarsvæði ef aðrir bókarar þurfa einnig að hafa aðgang.
Svo ferðu í DK og velur möppuna með eftirfarandi hætti svo DK viti að það eigi að sækja kostnaðareikningana þangað.
Lánadrottnar > Uppsetning > Almennar stillingar > Lánardrottnar – Innlestur reikninga – Slóð fyrir reikninga í skrám til innlesturs > F12 Staðfesta.

Svo til að keyra kostnaðarreikningana inn í DK er farið í Lánadrottnar > Skrá reikninga > F5 valmynd > Innlestur kostnaðarreikninga

Þá opnast þessi valmynd:

Hægt að stofna lánadrottinn hér eða skrá í fjárhagsdagbók
Þegar þú skráir lánadrottnareikning þá kemur rautt x við þá reiti sem eru skilyrtir (skylda að fylla út í). Ef valið að skrá í fjárhagsdagbók þá breytist hvaða reitir eru skilyrtir.
DK reynir að lesa reikninginn og skila upplýsingum í rétta reiti en það þarf alltaf að yfirfara allar upplýsingar til að fullvissa sig um að þeir séu réttir.
Ef það á að vera samþykkjandi á reikningi þá er hægt að setja hann beint á reikning ef hann er ekki sjálfkrafa valinn. Ef skráður er fastur samþykkjandi á lánadrottnaspjaldinu þá kemur hann sjálfkrafa upp hér.
Þú vinnur svo með færsluna (fyllir inn eins og við á) og smellir svo á næsta.
Þegar búið er að vinna með alla reikningana þá smellir þú á uppfæra.
- Ef einhverjir reikningar eru á villu s.s. því það vantar að skrá upplýsingar sem er skylda að komi fram þá lætur DK þig vita að þeir séu á villu og verða ekki lesnir inn. Þú getur þá valið að hætta við eða halda áfram.
- Ef þú velur að halda áfram þá geymir DK áfram reikningana sem voru á villu og þeir birtast þér næst þegar þú opnar viðmótið fyrir innlestur reikninga þar sem ófrágengnir. En þá tapast breytingar sem þú varst búin að færa inn varðandi þá reikninga.
Sjá leiðbeiningar hér hvernig þú sækir kostnaðarreikninga í Konto.
Tasklistinn: verk- og tímaskráning
Konto býður upp á einfalda lausn til að halda utanum verkefni með lýsingu, myndum og tímaskráningu. Notendur geta prófað lausnina frítt í einn mánuð. Lausnin er innifalin fyrir alla þá sem eru í greiddri áskrift (Sprotar, Vöxtur eða Sérlausnir) og kostar ekkert aukalega, óháð fjölda notenda/verkaðila.
Til að virkja, veljið Stillingar > Verk- og tímaskráning

Eftir að hafa virkjað kemstu í Tasklistann beint af stjórnborðinu, eða í gegnum Aðgerðir og umsjón > Tasklistinn

Til þess að búa til nýtt verk, þarf einfaldlega að velja Viðskiptavin og Vöru

Það er svo í boði að vera með stimpla inn/út klukku niður á verk OG skrá handvirkt upplýsingar og tíma til að halda betur utanum hvað var verið að gera hverju sinni.


Gott að geta farið til baka og skoðað söguna undir Verkupplýsingar (smella á verkið). Einnig er hægt að velja helstu aðgerðir, eins og bæta við skráningu eða útbúa nýjan reikning út frá skráningu.

Úttakið má hengja á reikninginn eða sækja afrit á pdf.

Til þess að útbúa reikning beint frá yfirliti verður að haka í kassann og velja að Stofna Reikning. Ef verkin tilheyra sama viðskiptavin er hægt að velja mörg verk og taka saman til að búa til einn reikning.

Eftir að hafa stofnað reikning fyrir verk, þá hætta þau að birtast undir Verk í gangi og munu vera undir Verk rukkuð nýlega í um tvær vikur, eftir það er hægt að finna þau undir Skoða gömul verk. Alltaf hægt að sjá tengdan reikning og smell á reikningsnúmerið til að opna.

Hverjar eru áskriftarleiðirnar hjá Konto og hvernig virka þær?
Þú byrjar í ókeypis áskriftarleið (Grunnur) sem felur í sér 3 reikninga á mánuði. Svo getur þú valið að fara í greidda áskrift sem felur í sér fleiri reikninga á mánuði og ýmsa viðbótarvirkni og/eða keypt auka inneign fyrir reikningagerð. Auka inneign færist á milli mánaða og gildir í 4 ár.
Hér er hægt að skoða verðskrá og einfalt yfirlit: https://heim.konto.is/pricing/
Grunnur
Grunnur áskrift er fyrir þá sem þurfa að senda allt að 3 reikninga (XML eða PDF) á mánuði og þurfa enga viðbótarþjónustur. Kröfustofnun (reikningur í netbanka) innifalin og hægt að kaupa staka reikninga. Grunnur áskriftin er ókeypis.
- Bankatenging – gerir þér kleift að senda reikning í netbanka hjá greiðanda. Einföld og örugg leið til þess að fá greitt. Ef ekki er greitt og eindagi er liðinn, þá reiknast vextir og mögulegt er að stilla svo að reikningar fari beint í sjálfkrafa innheimtuferli – þar sem þú færð greiddan kostnaðinn, en ekki eitthvað innheimtufélag.
- Umboðsaðili (fyrir bókara) – fyrir notendur sem vilja hafa umboð með öðrum notendum á Konto. Fyrir bókara, til dæmis, þar sem auðvelt er að smella á milli notenda til að taka út skýrslur, skrá kostnað, viðskiptavin, vöru, kreditreikning eða nýjan sölureikning. Umboðsaðilar geta notað Konto kerfið frítt, en aðrir notendur þurfa að vera í greiddri áskrift, til dæmis FRÆ, til þess að geta veitt þriðja aðila umboð.
- Stilla móttöku reikninga – fyrir kaupendur sem vilja stilla það hvernig þau fá reikninga frá notendum Konto. Stórkaupendur geta einnig valið að stilla GLN auðkenni / Kostnaðarstaði svo að notendur Konto þurfi að velja þessi gildi þegar á að senda þeim XML reikninga, svo hægt sé að bóka kostnaðinn með aukinni sjálfvirkni.
Fræ
Fræ áskrift er fyrir þá sem þurfa að senda allt að 10 reikninga á mánuði. Allt það sama og í Grunnur áskriftinni innifalið auk m.a. skýrslur, hreyfingalisti, áskriftarreikningar og kostnaðarskráning. Fræ áskriftin er 1.990 + VSK á mánuði.
- Tilboðsgerð – fyrir notendur sem vilja geta sent tilboð á sína viðskiptavini. Auðvelt að breyta tilboðum, gera önnur alveg eins og svo gera reikninga út frá tilboðinu til að flýta fyrir.
- Afhendingarseðlar – fyrir notendur sem vilja geta gefið út afhendingaseðla í stað þess að vera með reikning með hverri afhendingu. Auðvelt að draga saman fjölda afhendinga til að búa til einn reikning.
- Sölugreining – fyrir notendur sem vilja geta skráð kostnaðarverð vöru og greint framlegð. Með sölugreiningu viðbótinni er einnig hægt að tengjast Konto í gegnum viðskiptagreind og greiningartól eins og Power BI frá Microsoft.
- Veita þriðja aðila aðgang – fyrir þá sem vilja geta veitt bókara eða þriðja aðila aðgang svo þau geti séð um þetta fyrir þig. Frábært fyrir þá sem vilja setja völdin í hendur bókara en geta samt einfaldlega búið til nýja viðskiptavini, vörur, reikninga og skráð kostnað.
- Skýrslur og hreyfingalistar – fyrir þá sem vilja geta keyrt út skýrslur og sótt upplýsingar um sölu og kostnað, bæði niður á einstaka viðskiptavini og niður á tímabil.
- Sölusíður fyrir vörur og námskeið – einföld leið til að setja upp sölusíðu þar sem kaupendur skrá upplýsingar um sig og panta vöruna eða námskeiðið. Upplýsingar notaðar til að skrá nýjan viðskiptavin, stofna reikning í netbanka og senda tilkynningu á netfang viðkomandi.
- Vefþjónusta og API KEY – fyrir þá sem vilja tengja vefverslun eða önnur þriðja aðila kerfi við Konto í þeim tilgangi að búa til reikninga eða sækja upplýsingar fyrir vinnslu í öðru kerfi. Frábær Konto viðbót fyrir WooCommerce hjálpar vefverslunum að bjóða upp á að stofna reikninga í netbanka og flytja inn allar pantanir til að búa til sölureikning fyrir bókhaldið.
- Hópar – einföld leið til að halda utanum hópa af viðskiptavinum. Búðu til einn reikning, sendu á hópinn og kerfið útbýr reikning fyrir hvern og einn viðskiptavin í hópnum.
- Áskriftarreikningar – fyrir þá sem vilja senda út eins reikning reglulega. Sendu vikulega, mánaðarlega, ársfjórðungsfresti, tvisvar á ári eða einu sinni á ári. Sameinaðu með Hópar virkninni og sendu áskríftarreikning á hópinn og sjáðu hvernig þetta bara gerist allt sjálfvirkt fyrir þig.
- Vísitölutenging fyrir leigusamninga – mögulegt er að tengja áskriftarreikninga við vísitölu neysluverðs svo að upphæðin á reikningi hækkar í samræmi við þróun á vísitölu.
- Kostnaðarskráning – einföld leið fyrir notendur til að skrá kostnað fyrir bókhaldið og nýta vsk-inn af kostnaði. Mögulegt að taka mynd af kvittunum og reikninginum og skrá sem viðhengi með kostnaðarfærslu – hlekkur á viðhengi fylgir svo skýrslum þegar bókarar taka þetta út.
- Lagerstaða – fyrir þá sem vilja halda utan um lagerstöðu. Mögulegt að skrá niður á lotunúmer og síðasta neysludag, svo stilla inn að fá tilkynningar þegar nálgast síðasta neysludag. Þetta hjálpar þér að fylgjast með lagerstöðu og koma vörum í sölu áður en þær renna út og rýrna.
Sprotar
Sprotar áskrift er fyrir þá sem þurfa að senda allt að 25 reikninga á mánuði. Allt það sama og í Fræ áskriftinni innifalið auk m.a. aðstoðar í símaþjónustu og möguleika á að senda pantanir. Sprotar áskriftin kostar 4.490 + VSK á mánuði.
- Stofna reikning hjá öðrum – fyrir þá sem vilja geta stofnað reikninga hjá öðrum notendum, þar sem þú ert greiðandinn. Þetta hjálpar aðilum eins og íþróttafélögum sem vilja fá alla þjálfara til að byrja að senda sér XML reikninga svo hægt sé að auka sjálfvirkni í ferlinu. Kaupandinn er því að hjálpa litlu seljendunum að komast af stað með nýtt kerfi og nýtt ferli.
- Senda pantanir á verktaka – fyrir þá sem vilja geta notað vefþjónustu í þeim tilgangi að senda inn pantanir á verktaka. Verktakar geta einfaldlega gert reikninga út frá upplýsingum í pöntun í ferli sem passar að allar upplýsingar fari inn í XML reikninginn, svo hægt verði að bóka kostnaðinn í sjálfvirku ferli hjá kaupanda.
- Símaþjónusta – Konto aðstoð tekur upp síman og hringir í þig til að aðstoða sem best við getum.
Vöxtur
Vöxtur áskrift er fyrir þá sem þurfa að senda allt að 50 reikninga á mánuði. Allt það sama og í Sprotar áskriftinni innifalið auk möguleika á að tengja eigin SMTP þjónustu og þá senda reikninga frá eigin léni. Vöxtur áskriftin kostar 7.990 + VSK á mánuði.
- Senda reikninga frá eigin léni (SMTP) – fyrir þá sem vilja að reikningar berist frá sínu netfangi en ekki bara tilkynning@konto.is
Sérlausnir
Sérlausnir áskriftin innifelur 150 reikninga á mánuði. Allt það sama og í Vöxtur áskriftinni er innifalið auk tengingar við ökutækjaskrá og annarra sérsmíðaðra tenginga. Hafðu samband og við finnum lausnina fyrir þig. Sérlausnir áskriftin kostar 14.490 + VSK á mánuði.
Kaupa auka inneign fyrir reikningaútgáfu
Þú getur valið hversu mikið af auka inneign þú vilt kaupa. Þeim mun fleiri sem þú kaupir, þeim mun ódýrara er stykkjaverðið.
Auka inneign færist á milli mánaðar (gildir í 4 ár), svo þú getur notað hana hvenær sem þér hentar.
Það hentar mörgum að vera í greiddri áskrift en síðan kaupa auka inneign þegar þörf er á, t.d. ef þú sendir mis marga reikninga eftir mánuðum eða sendir mjög marga reikninga (t.d netverslanir).
Hvernig þú stjórnar mörgum Konto aðgöngum með rafrænum skilríkjum.
Aðeins er hægt að senda reikninga frá einni kennitölu á hverjum Konto aðgangi. Það þarf því að stofna nýjan aðgang fyrir hverja kennitölu. Ástæðan fyrir þessu er sú að númeraröð reikninga á að vera hlaupandi og óslitin fyrir hverja kennitölu skv. bókhaldslögum.
Rafræn skilríki
Þegar þú stofnar nýjan aðgang með rafrænum skilríkjum þá eru þau sjálfkrafa tengd við þann aðgang. Ef þú ert með marga aðganga tengda við sömu rafrænu skilríkin þá spyr Konto þig eftir innskráningu inn á hvaða aðgang þú vilt skrá þig.

Ef þú ert með eldri aðgang sem þú vilt tengja við rafræn skilríki þá velur þú (eftir innskráningu) Stillingar > Lykilorð og rafræn skilríki – Tengja rafræn skilríki

Við mælum með því að þú notir rafræn skilríki fyrir innskráningu, enda öruggasta innskráningarleiðin.
Umboðsaðilaaðgangur (bókararaðgangur)
Notendur í greiddri áskrift að Konto geta veitt þriðja aðila (s.s. bókara) aðgang að sínum Konto notanda. Það er gert með að velja Stillingar – Veita þriðja aðila aðgang – Slá inn netfang viðkomandi.
Nánar um að veita þriðja aðila aðgang hér.
Þeir sem nota gmail póstþjónustuna geta notað sama netfangið fyrir marga aðganga að Konto
Hver og einn notandi í Konto þarf að vera með einkvænt netfang enda er það einnig notendanafn viðkomandi. Það er því ekki hægt að skrá t.d. tvo notendur með netfangið netfang@mittlen.is.
En Gmail býður upp á að setja + á undan @ merkinu í netfangi. Sem dæmi þá væri hægt að skrá einn notanda í konto með netfang@mittlen.is. og annan með netfang+1@mittlen.is. Tölvupóstar sem eru sendir á netfang+1@mittlen.is skila sér á netfangið netfang@mittlen.is.
Svona Virka Konto Inneignir, er Inneigninn Búinn?
Svona virka Konto inneignir:
- Þú þarft að eiga inneign til að senda reikning.
- Í Grunnur áskrifarleiðinni (ókeypis) eru innifaldir þrír ókeypis reikningar á mánuði. Ef þú þarft að senda fleiri, þá getur þú keypt áskrift eða keypt auka-inneign fyrir reikningagerð.
- Fyrir þá sem þurfa að senda reglulega (t.d. mánaðarlega reikninga) og þurfa viðbótarþjónustur, þá hentar betur að vera í áskrift. Ef sendir eru óreglulega reikningar og ekki er þörf fyrir viðbótarþjónustur þá gæti hentað betur að kaupa auka-inneign.
- Inneign sem er innifalin í áskrift miðast bara við þann mánuð. En keypt auka-inneign færist á milli mánaða (lifir áfram).
Hægt er að velja áskriftarleið og/eða kaupa auka-inneign hér: https://konto.is/strax/subscription-profile/plan

Hvernig á að Breyta Núverandi Áskriftarleið?
Innskráðir notendur geta farið inn á Áskriftir og inneignir. Í yfirliti fyrir núverandi stöðu er hægt að velja “Breyta”

Næst er valið að Afskrá / Óvirkja

Þetta færir notendur niður í ókeypis Grunnur áskriftina, þegar tímabilið fyrir greidda áskrift rennur út. Notendur geta svo valið að virkja nýja áskrift síðar án þess að hafa áhyggjur af því að tapa gögnum.
Hvernig á að senda reikning á staðgreitt
Til þess að senda staðgreiðslureikning, höfum við verið að mæla með því að stofna viðskiptavin með þinni kennitölu (notanda sem sendir reikninginn) og skýra viðskiptavininn Staðgreitt.

Þú getur sleppt því að hafa heimilisfang og netfang getur verið tómt (ef úttak er stillt á Prenta).
Veldu tungumál reiknings og gjaldmiðil.
Taktu svo hakið úr kröfustofnun eða greiðsluhlekkur, ef við á.

Vistaðu viðskiptavininn og sendu reikning á Staðgreitt.
Var einu sinni með Facebook eða island.is
Við breyttum innskráningarmöguleikum því island.is lokar fyrir aðra en opinbera aðila haustið 2024. Við mælum með að notendur notist frekar við rafræna auðkenningu (dokobit).
Gleymt lykilorð?
Smelltu á Gleymt lykilorð á innskráningarsíðunni og óskaðu eftir að fá hlekk og kóða sendan á það netfang sem tilheyrir þínum notanda á Konto.

Eftir að hafa skráð þig inn með netfang og lykilorði, farðu þá í Stillingar > Lykilorð og rafræn skilríki
Sjá nánar á: https://heim.konto.is/orugg-rafraen-audkenning/