Senda pantanir á Konto notendur

Nú er í boði að stofna innkaupapöntun hjá öðrum Konto notendum. Með öðrum orðum þá gerir það þér kleift að senda öðrum notendum pantanir fyrir vörum eða þjónustu í gegnum Konto. Þú getur verið viss um að fá rétt vöruheiti, númer og tilvísun á viðkomandi rafrænum reikningi sem berst í kjölfarið sem einfaldar sjálfvirka bókun í þínu viðskiptakerfi. Jafnframt geturðu verið viss um að hann muni berast rétta leið í gegnum skeytamiðil, ef við á. 

Til þess að nýta þessa nýjung þarftu að virkja þjónustuna Senda inn pantanir.

(Einungis er í boði að stofna pantanir og beiðnir í gegnum einföld API köll

Senda tilboð

Nú getur þú sent tilboð í vörur og/eða þjónustu á viðskiptavini þína (athugið að þessi virkni er ekki í boði fyrir ókeypis áskriftarleiðina). 

Þú einfaldlega útbýrð reikning eins og venjulega en í stað þess að velja “Senda reikning” neðst í reikningsforminu þá velur þú “Senda sem tilboð”. 

Með því að fara í yfirlit reikninga getur þú séð útgefin tilboð. Ef tilboð er samþykkt þá er hægt að uppfæra það (ef við á) og breyta því síðan í reikning og senda á kaupanda.

Senda afhendingarseðil

Nú getur þú sent afhendingarseðil á kaupanda við afhendingu vöru (athugið að þessi virkni er ekki í boði fyrir ókeypis áskriftarleiðina). 

Þú einfaldlega útbýrð reikning eins og venjulega en í stað þess að velja “Senda reikning” neðst í reikningsforminu þá velur þú “Afhendingarseðill”. 

Athugið að afhendignarseðillinn er ekki vistaður, heldur verður bara til þegar þú velur hnappinn.

Veita þriðja aðila aðgang

Umboðsaðilar og að veita umboð.

Nú getur þú veitt þriðja aðila aðgang að Konto reikningakerfinu þínu  (athugið að þessi virkni er ekki í boði fyrir ókeypis áskriftarleiðina).

Viðkomandi getur þá skoðað reikninga, kostnaðarskráningu og skýrslur, auk þess að stofna reikninga og skrá kostnað. 

Fullkomið fyrir bókara og aðra aðila sem þú vilt að geta haft aðgang að reikningakerfinu þínu. 

Ef þinn bókari eða umboðsaðili er ekki á listanum, bentu þeim þá að skrá sig í Konto og fylgja leiðbeiningum um hvernig eigi að gerast umboðsaðili.

Gerast umboðsaðili

Notendur Konto geta nú veitt þriðja aðila aðgang að Konto reikningakerfinu (athugið að þessi virkni er ekki í boði fyrir Ókeypis áskriftarleiðina).

Umboðsaðilar geta verið með einn aðgang fyrir marga viðskiptavini (tengda aðila). Einfaldlega skráðu þig inn sem viðkomandi til að skoð reikninga, kostnaðarskráningu og skýrslur, auk þess að stofna reikninga, viðskiptavini, vörur og skrá kostnað. 

Fullkomið fyrir bókara og aðra aðila sem geta haft aðgang að reikningakerfinu hjá mörgum aðilum í gegnum einn einfaldan aðgang.

Sem skráður umboðsaðili, þá birtist þú þeim sem vilja veita umboð í þessum lista

Þegar notandi velur að veita þér umboð þá útbýr Konto kerfið viðkomandi sem Viðskiptavinur hjá þér og bæti við takka sem gerir þér kleift að opna Konto sem viðkomandi notandi.

Gerast bókari á Konto

Þú getur einnig valið að selja þína bókhalds- og launaþjónustu á konto.is

Notendur geta valið að kaupa bókhaldsþjónustu með eða án Launaþjónustu.

Konto keyrir sjálfkrafa út áskriftarreikninga til að hjálpa þér að rukka fyrir þjónustu og stofnar alla aðila sem Viðskiptavinir hjá þér. Einfalt að skrá inn á konto.is sem tengdur viðskiptavinur.

1 2 3